Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 14:02 Össur er ekki hrifinn af útskýringum á fjarveru Sigmundar Davíðs á samstöðufundinum í París í gær. „Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
„Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00