Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 14:02 Össur er ekki hrifinn af útskýringum á fjarveru Sigmundar Davíðs á samstöðufundinum í París í gær. „Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00