Innlent

Maður stunginn úti á Granda í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum vegna vörslu fíkniefna.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum vegna vörslu fíkniefna. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og í morgun. Tilkynnt var um líkamsárás á Grandanum þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. Hann var færður á slysadeild til aðhlynningar en lögreglan veit hver stakk manninn og er hans nú leitað.

Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Hringbraut við Hofsvallagötu. Samkvæmt lögreglunni segja vitni að sá gangandi hafi farið yfir götuna á móti rauðu ljósi.

Bíl var ekið á ljósastaur við Grjótháls og var bifreiðin óökufær. Í Austurbænum þurfti lögreglan að handtaka tvö ungmenni. Einn ung kona var handtekinn í heimahúsi í mjög annarlegu ástandi og ungur maður var handtekinn fyrir að skemma bíl sem hann átti ekki.

Kona datt í hálku á þrettándabrennu við Varmárbakka og ökklabrotnaði. Var hún flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar.

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum einstaklingum vegna vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×