Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. janúar 2015 21:24 Aron með nafna sínum og Snorra Steini vísir/pjetur „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. „Við vorum að spila okkur í góð færi allan leikinn þrátt fyrir að eiga kafla í seinni hálfleik þar sem við skorum lítið. Við vorum að opna vörnina en markvörður Dana var að verja vel en á móti þá var Aron (Rafn Eðvarðsson) að verja hinum megin. „Sóknarleikurinn var góður og við sköpuðum okkur fullt af færum. Varnarleikurinn var lengst af fínn eftir að við þéttum hann. „Við áttum í vandræðum með að komast til baka í fyrri hálfleik og skipta í vörn. Þeir keyrðu á okkur í fyrstu bylgju en við náðum að þétta það í seinni hálfleik og spila 3-2-1 vörnina. „Þetta er í vinnslu. Það lak allt inn í fyrri hálfleik en það voru miklar framfarir frá því í leikjunum við Þýskaland. Við vorum að standa réttar,“ sagði Aron sem sagði að það mætti ekki lesa of mikið í sigurinn á Dönum í kvöld. „Það er ánægjulegt að geta stillt upp okkar sterkasta liði. Við missum reyndar Alexander (Petersson) út í seinni hálfleik en það er ekki alvarlegt. „Við getum vonandi byggt ofan á þetta og að menn haldist heilir. Sóknarlega þurfum við að spila okkur betur saman. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Aron (Pálmarsson) var með okkur. „Það hafa aðrar uppstillingar verið notaðar í hinum þremur leikjunum með Sigurberg (Sveinsson) og Arnór (Atlason) úti vinstra megin. Við þurfum að spila þetta saman svo allir verði klárir þegar við komum til Katar og tímasetningarnar og samspilið verði í lagi. „Það að leggja Dani sýnir að við getum þetta sem er gott en við þurfum að átta okkur á því að þetta er æfingaleikur og þó bæði lið hafi viljað vinna þá er allt önnur staða þegar komið er á HM. „Þetta gefur okkur samt ágæta mynd og það kemur sjálfstraust í liðið,“ sagði Aron sem var ánægður með hvernig nafi hans Pálmarsson beiti sér í leiknum. „Hann veigraði sér ekki við eitt eða neitt og spilaði á fullu. „Við munum halda áfram á morgun að vinna í okkar hlutum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn. Sóknarlega eru Slóvenar með tæknilega sterka leikmenn sem eru góðir fintarar og góðir að klippa. Það hafa margar þjóðir lent í vandræðum með þá,“ sagði Aron sem mun ekki fækka frekar í hópnum fyrr en eftir mótið í Danmörku. „Það er áætlað að fara með 17 leikmenn til Katar. Arnór Atla á í vandræðum með aftanvert lærið og Aron með sitt þannig að það er skynsamlegt að fara með leikmenn sem geta spilað vinstra megin og Gunnar Steinn hefur verið að standa sig fínt.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. „Við vorum að spila okkur í góð færi allan leikinn þrátt fyrir að eiga kafla í seinni hálfleik þar sem við skorum lítið. Við vorum að opna vörnina en markvörður Dana var að verja vel en á móti þá var Aron (Rafn Eðvarðsson) að verja hinum megin. „Sóknarleikurinn var góður og við sköpuðum okkur fullt af færum. Varnarleikurinn var lengst af fínn eftir að við þéttum hann. „Við áttum í vandræðum með að komast til baka í fyrri hálfleik og skipta í vörn. Þeir keyrðu á okkur í fyrstu bylgju en við náðum að þétta það í seinni hálfleik og spila 3-2-1 vörnina. „Þetta er í vinnslu. Það lak allt inn í fyrri hálfleik en það voru miklar framfarir frá því í leikjunum við Þýskaland. Við vorum að standa réttar,“ sagði Aron sem sagði að það mætti ekki lesa of mikið í sigurinn á Dönum í kvöld. „Það er ánægjulegt að geta stillt upp okkar sterkasta liði. Við missum reyndar Alexander (Petersson) út í seinni hálfleik en það er ekki alvarlegt. „Við getum vonandi byggt ofan á þetta og að menn haldist heilir. Sóknarlega þurfum við að spila okkur betur saman. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Aron (Pálmarsson) var með okkur. „Það hafa aðrar uppstillingar verið notaðar í hinum þremur leikjunum með Sigurberg (Sveinsson) og Arnór (Atlason) úti vinstra megin. Við þurfum að spila þetta saman svo allir verði klárir þegar við komum til Katar og tímasetningarnar og samspilið verði í lagi. „Það að leggja Dani sýnir að við getum þetta sem er gott en við þurfum að átta okkur á því að þetta er æfingaleikur og þó bæði lið hafi viljað vinna þá er allt önnur staða þegar komið er á HM. „Þetta gefur okkur samt ágæta mynd og það kemur sjálfstraust í liðið,“ sagði Aron sem var ánægður með hvernig nafi hans Pálmarsson beiti sér í leiknum. „Hann veigraði sér ekki við eitt eða neitt og spilaði á fullu. „Við munum halda áfram á morgun að vinna í okkar hlutum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn. Sóknarlega eru Slóvenar með tæknilega sterka leikmenn sem eru góðir fintarar og góðir að klippa. Það hafa margar þjóðir lent í vandræðum með þá,“ sagði Aron sem mun ekki fækka frekar í hópnum fyrr en eftir mótið í Danmörku. „Það er áætlað að fara með 17 leikmenn til Katar. Arnór Atla á í vandræðum með aftanvert lærið og Aron með sitt þannig að það er skynsamlegt að fara með leikmenn sem geta spilað vinstra megin og Gunnar Steinn hefur verið að standa sig fínt.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira