Segir ákæruvaldið hafa lekið gögnum til fjölmiðla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 15:13 "Málið snýst um það hvort að bindandi fyrirmæli hafi verið gefin um viðskiptin eða ekki? [...] Málið snýst ekki um bollaleggingar um það sem kunni að hafa verið rætt einhvers staðar,“ sagði verjandi Hannesar Smárasonar fyrir dómi í dag. Vísir/GVA Verjandi Hannesar Smárasonar, Gísli Hall, krefst sýknu í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Til vara krefst Gísli frávísunar auk þess sem farið er fram á að allur málskostnaður falli á ríkið. Gísli hóf málflutningsræðu sína á því að gagnrýna rannsókn málsins harðlega. Hann gerði bæði athugasemdir við það hversu langan tíma rannsókn málsins tók en hún hófst um mitt ár 2009, fjórum árum eftir að meint brot áttu sér stað. Í júní 2009 var meðal annars gerð húsleit heima hjá Hannesi Smárasyni á Fjölnisvegi í tengslum við rannsóknina og vísaði saksóknari ítrekað í gögn sem fundust þar í málflutningi sínum í morgun. Verjandi Hannesar sagðist hins vegar mótmæla öllum þeim gögnum sem haldið er fram að hafi fundist heima hjá Hannesi þar sem útilokað væri að sannreyna áreiðanleika þeirra.Ákæruvaldið hafði óeðlileg áhrif á rannsóknina Sagði hann að ákæruvaldið hefði haft óeðlileg áhrif á rannsóknina vegna þess hve langan tíma hún tók og vegna leka á gögnum til fjölmiðla: „Ekkert heyrðist af málinu frá því húsleit fór fram í júní 2009 fyrr en í fjölmiðlum í september 2010. Þá birtust fréttaskýringar þrjá fimmtudaga í röð um Sterlings sem byggðu augljóslega á gögnum sem fundust við húsleitina,” sagði Gísli. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fór með rannsókn málsins þar til deildin sameinaðist embætti sérstaks saksóknara árið 2011. Sagði verjandi Hannesar að Helgi Magnús Gunnarsson hafi farið fyrir rannsókn málsins hjá efnahagsbrotadeildinni og að hann hafi lekið gögnum til fjölmiðla 2010. „Að afhenda svona gögn til birtingar er til þess að skaða rannsóknina. Þarna átti eftir að yfirheyra öll vitni en það var búið að birta öll gögn og skapa rétta stemningu áður en það var gert.” Gísli nefndi í þessu samhengi það sem hann kallaði „hið fræga Lekamál” og átti þar væntanlega við leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu um hælisleitandann Tony Omos. „Ég er ekki að segja að þetta séu eins mál en þetta eru tvö grafalvarleg mál,” sagði Gísla. Þá nefndi hann í framhaldinu fréttaskýringu sem birtist í vefritinu Kjarnanum 10. október 2013 ásamt öllum gögnum um húsleitir í Sterling-málinu. Síðar í sama mánuði gaf sérstakur saksóknari út ákæru á hendur Hannesi Smárasyni um að hafa dregið sér tæpa 3 milljarða króna frá FL Group og ráðstafað þeim til Fons ehf.Ekki hægt að reisa sakfellingu á innanhússkjali úr banka Gísli gagnrýndi að aldrei hafi verið útskýrt hvers vegna farið var af stað með rannsóknina árið 2009. Þá gerði hann einnig athugasemdir við það að hann sem verjandi hefði ekki fengið nein rannsóknargögn afhent fyrr en árið 2011. Þá gaf Gísli lítið fyrir umdeilt skjal sem saksóknari segir sanna að millifærslan frá FL Group til Fons hafi átt sér stað. Sagði hann að þar væri ekki um að ræða skjal sem hefði neina þýðingu þar sem um væri að ræða innanhússkjal frá Kaupþingi í Lúxemborg. Aðeins reikningsyfirlit hefðu réttaráhrif og á þeim kæmi ekkert fram um millifærsluna. Þá sagði verjandinn ekkert skjal í gögnum málsins sanna að Hannes hafi gefið fyrirmæli um millifærsluna, eins og fram kom í vitnaleiðslum í gær. „Málið snýst um það hvort að bindandi fyrirmæli hafi verið gefin um viðskiptin eða ekki? Hafi slík fyrirmæli gefin eiga þau að vera til. Málið snýst ekki um bollaleggingar um það sem kunni að hafa verið rætt einhvers staðar,“ sagði Gísli. Hann sagði ekki við Hannes að sakast að ekkert skjal varðandi fyrirmælin hafi fundist hjá bankanum, heldur bæri bankinn ábyrgð á því að fara eftir eigin verklagsreglum. Málið verður dómtekið í dag og ætti dómur að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Verjandi Hannesar Smárasonar, Gísli Hall, krefst sýknu í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Til vara krefst Gísli frávísunar auk þess sem farið er fram á að allur málskostnaður falli á ríkið. Gísli hóf málflutningsræðu sína á því að gagnrýna rannsókn málsins harðlega. Hann gerði bæði athugasemdir við það hversu langan tíma rannsókn málsins tók en hún hófst um mitt ár 2009, fjórum árum eftir að meint brot áttu sér stað. Í júní 2009 var meðal annars gerð húsleit heima hjá Hannesi Smárasyni á Fjölnisvegi í tengslum við rannsóknina og vísaði saksóknari ítrekað í gögn sem fundust þar í málflutningi sínum í morgun. Verjandi Hannesar sagðist hins vegar mótmæla öllum þeim gögnum sem haldið er fram að hafi fundist heima hjá Hannesi þar sem útilokað væri að sannreyna áreiðanleika þeirra.Ákæruvaldið hafði óeðlileg áhrif á rannsóknina Sagði hann að ákæruvaldið hefði haft óeðlileg áhrif á rannsóknina vegna þess hve langan tíma hún tók og vegna leka á gögnum til fjölmiðla: „Ekkert heyrðist af málinu frá því húsleit fór fram í júní 2009 fyrr en í fjölmiðlum í september 2010. Þá birtust fréttaskýringar þrjá fimmtudaga í röð um Sterlings sem byggðu augljóslega á gögnum sem fundust við húsleitina,” sagði Gísli. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fór með rannsókn málsins þar til deildin sameinaðist embætti sérstaks saksóknara árið 2011. Sagði verjandi Hannesar að Helgi Magnús Gunnarsson hafi farið fyrir rannsókn málsins hjá efnahagsbrotadeildinni og að hann hafi lekið gögnum til fjölmiðla 2010. „Að afhenda svona gögn til birtingar er til þess að skaða rannsóknina. Þarna átti eftir að yfirheyra öll vitni en það var búið að birta öll gögn og skapa rétta stemningu áður en það var gert.” Gísli nefndi í þessu samhengi það sem hann kallaði „hið fræga Lekamál” og átti þar væntanlega við leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu um hælisleitandann Tony Omos. „Ég er ekki að segja að þetta séu eins mál en þetta eru tvö grafalvarleg mál,” sagði Gísla. Þá nefndi hann í framhaldinu fréttaskýringu sem birtist í vefritinu Kjarnanum 10. október 2013 ásamt öllum gögnum um húsleitir í Sterling-málinu. Síðar í sama mánuði gaf sérstakur saksóknari út ákæru á hendur Hannesi Smárasyni um að hafa dregið sér tæpa 3 milljarða króna frá FL Group og ráðstafað þeim til Fons ehf.Ekki hægt að reisa sakfellingu á innanhússkjali úr banka Gísli gagnrýndi að aldrei hafi verið útskýrt hvers vegna farið var af stað með rannsóknina árið 2009. Þá gerði hann einnig athugasemdir við það að hann sem verjandi hefði ekki fengið nein rannsóknargögn afhent fyrr en árið 2011. Þá gaf Gísli lítið fyrir umdeilt skjal sem saksóknari segir sanna að millifærslan frá FL Group til Fons hafi átt sér stað. Sagði hann að þar væri ekki um að ræða skjal sem hefði neina þýðingu þar sem um væri að ræða innanhússkjal frá Kaupþingi í Lúxemborg. Aðeins reikningsyfirlit hefðu réttaráhrif og á þeim kæmi ekkert fram um millifærsluna. Þá sagði verjandinn ekkert skjal í gögnum málsins sanna að Hannes hafi gefið fyrirmæli um millifærsluna, eins og fram kom í vitnaleiðslum í gær. „Málið snýst um það hvort að bindandi fyrirmæli hafi verið gefin um viðskiptin eða ekki? Hafi slík fyrirmæli gefin eiga þau að vera til. Málið snýst ekki um bollaleggingar um það sem kunni að hafa verið rætt einhvers staðar,“ sagði Gísli. Hann sagði ekki við Hannes að sakast að ekkert skjal varðandi fyrirmælin hafi fundist hjá bankanum, heldur bæri bankinn ábyrgð á því að fara eftir eigin verklagsreglum. Málið verður dómtekið í dag og ætti dómur að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24
Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16
Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31