Handbolti

Mikkel: Verður andvökunótt

Arnar Björnsson skrifar
Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar.  

„Já þetta eru mikil vonbrigði. Það er alltaf vont að tapa og sérstaklega svona þegar þeir skora sigurmarkið þegar þrjár sekúndur eru eftir“.

Var ekki erfitt að standa í vörninni því sumar sóknir Spánverjanna voru býsna langar?

„Spánverjum tókst að spila langar sóknir en þetta eru reglurnar. Alltaf þegar við spilum við Spánverja fá þeir að spila langar sóknir og hægja á leiknum“.

Ég var farinn að reikna með því að leikurinn færi í framlengingu þarna í lokin?

„Já við vorum að vona það. Við vorum ekki nógu góðir í ýmsum stöðum sem komu upp í leiknum og verðum að bregðast betur við á næsta móti“.

Verður erfitt fyrir ykkur að búa ykkur undir leikinn við Slóvena eftir tapið í kvöld?

„Ég held ekki. Þetta er erfitt núna og erfitt að fara að tala um næsta leik þar sem allir eru mjög vonsviknir með úrslitin í kvöld.  Þetta verður andvökunótt því það fer margt um hugann eftir tapið. Á morgun er nýr dagur og við verðum að búa okkur sem best undir hann. Við þurfum að gera það til að komast í baráttuna um Olympíusæti“.




Tengdar fréttir

Guðmundur: Sorglegur endir

Guðmundur Guðmundsson og drengirnir hans í danska landsliðinu voru eðlilega langt niðri eftir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Spánverja með minnsta mun í Lusail í kvöld, 25-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×