Viðskipti innlent

Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hannes Smárason ásamt lögmönnum sínum í héraðsdómi í morgun.
Hannes Smárason ásamt lögmönnum sínum í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA
Björn Jónsson, fyrrum forstöðumaður einkabankaþjónustu Kaupþings í Lúxemborg, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu í apríl 2013 að Hannes Smárason hljóti að hafa gefið fyrirmæli um að millifæra 2,75 milljarða króna út af reikningi FL Group til Fons. Þessa skýrslu staðfesti Björn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Bæði Björn og Eggert Hilmarsson, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, sögðu fyrir dómi í dag að einhvers konar skjal ætti að vera til innan bankans um það hver gaf fyrirmæli um millifærsluna.

Slíkt skjal ætti að vera hljóðritað símtal, tölvupóstur eða fax. Fram kom hins vegar í máli saksóknara að ekkert skjal fannst við rannsókn málsins með fyrirmælum varðandi millifærsluna.

Sjá einnig: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti"

Ólíklegt að millifærslan hafi verið gerð fyrir mistök

Verjandi Hannesar spurði Björn svo nánar út í ummæli hans við skýrslutöku hjá lögreglu um að fyrirmælin hafi komið frá Hannesi.

Sagði Björn við skýrslutöku að fyrirmælin hefðu átt að koma frá honum þar sem bankinn hafi ekki getað tekið upp á því á sitt einsdæmi að millifæra féð. Hann kvaðst hins vegar ekki muna hvort að hann hafi tekið við þeim, eða einhver annar starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg. Björn staðfesti þetta líka fyrir dómi.

Þar sem ekkert skjal fannst um hver gaf fyrirmælin um millifærsluna var Björn spurður hvort hugsanlegt væri að mistök hafi átt sér stað við millifærsluna. Sagðist Björn telja það ákaflega ólíklegt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×