Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Arnar Björnsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 14:30 Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Dagur Sigurðsson lætur fátt raska ró sinni. Hann segist ekkert vera farinn að spá í það hvort Þjóðverjar komist í úrslitaleikinn. Hann segist vera með 2 góða markverði og eigi eftir að ákveða hvort byrji og hvor þeirra ljúki leiknum Katarar hafa aldrei áður náð jafn langt á heimsmeistaramóti, gæti það verið vopn fyrir Þjóðverja? "Nei þeir hafa ekki komist þetta langt en það hafa margir af mínum mönnum ekki heldur. Lið þeirra er sterkt, markverðirnir eru öflugir og þeir eru einnig með góðar skyttur og svo eru þeir farnir að spila nokkuð góðan varnarleik. Þetta verður erfiður leikur og svo er umgjörðin þeim í hag, þeir eru jú á heimavelli," segir Dagur. Fyrirfram eru þetta mótherjar sem þú hafðir ekki mestar áhyggjur af? "Nei og kannski er það okkur í hag núna að hafa unnið riðilinn og vera ekki að mæta liðum eins og Frökkum sem eru kannski ennþá sterkari og með meiri reynslu en Katarar," segir Dagur. Þið klárið Egyptana snemma og þið eruð enn að leyfa ykkur að gefa ekki allt í þessa leiki" „Já það er rétt við höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni í leikjunum og það er góð tilfinning að eiga eitthvað eftir á tanknum þegar við mætum Katar. Þetta verða líkamleg átök og hiti og þá er gott að eiga einhverja innistæðu," segir Dagur. Þú ert með sjóðandi heita markverði, Heinewetter er búinn að verja vel og Lichtlein stórkostlegur á móti Egyptum. „Já þeir eru búnir að vera mjög góðir og nú þarf ég bara að ákveða hvor á að byrja og hvor klárar þetta í lokin," segir Dagur. Er það ekki að verða höfuðverkur hjá þér að velja liðið? „Nei þetta er svipuð staða og í Berlín þar sem við erum með 2 góða markverði. Þetta snýst bara um að halda þeim báðum í stuði og leyfa þeim að blómstra," segir Dagur. Hvernig taka leikmennirnir þessu sem allir vilja spila í 60 mínútur í hverjum leik? „Þeir eru alveg slakir og eru bara að hugsa um liðið eins og allir þeir sem sitja fyrir utan liðið á bekknum. Við reynum að hafa eitthvert hlutverk fyrir hvern og einn, stundum er það stórt og stundum er það lítið og menn verða bara að lifa með því," segir Dagur. Ertu farinn að gæla við þá hugsun að þið farið alla leið í úrslitaleikinn? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég er ennþá rosalega "fókusaður" á næsta verkefni. Nú er það bara Katar og ekkert vesen í kringum það," segir Dagur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Dag hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15 HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Dagur Sigurðsson lætur fátt raska ró sinni. Hann segist ekkert vera farinn að spá í það hvort Þjóðverjar komist í úrslitaleikinn. Hann segist vera með 2 góða markverði og eigi eftir að ákveða hvort byrji og hvor þeirra ljúki leiknum Katarar hafa aldrei áður náð jafn langt á heimsmeistaramóti, gæti það verið vopn fyrir Þjóðverja? "Nei þeir hafa ekki komist þetta langt en það hafa margir af mínum mönnum ekki heldur. Lið þeirra er sterkt, markverðirnir eru öflugir og þeir eru einnig með góðar skyttur og svo eru þeir farnir að spila nokkuð góðan varnarleik. Þetta verður erfiður leikur og svo er umgjörðin þeim í hag, þeir eru jú á heimavelli," segir Dagur. Fyrirfram eru þetta mótherjar sem þú hafðir ekki mestar áhyggjur af? "Nei og kannski er það okkur í hag núna að hafa unnið riðilinn og vera ekki að mæta liðum eins og Frökkum sem eru kannski ennþá sterkari og með meiri reynslu en Katarar," segir Dagur. Þið klárið Egyptana snemma og þið eruð enn að leyfa ykkur að gefa ekki allt í þessa leiki" „Já það er rétt við höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni í leikjunum og það er góð tilfinning að eiga eitthvað eftir á tanknum þegar við mætum Katar. Þetta verða líkamleg átök og hiti og þá er gott að eiga einhverja innistæðu," segir Dagur. Þú ert með sjóðandi heita markverði, Heinewetter er búinn að verja vel og Lichtlein stórkostlegur á móti Egyptum. „Já þeir eru búnir að vera mjög góðir og nú þarf ég bara að ákveða hvor á að byrja og hvor klárar þetta í lokin," segir Dagur. Er það ekki að verða höfuðverkur hjá þér að velja liðið? „Nei þetta er svipuð staða og í Berlín þar sem við erum með 2 góða markverði. Þetta snýst bara um að halda þeim báðum í stuði og leyfa þeim að blómstra," segir Dagur. Hvernig taka leikmennirnir þessu sem allir vilja spila í 60 mínútur í hverjum leik? „Þeir eru alveg slakir og eru bara að hugsa um liðið eins og allir þeir sem sitja fyrir utan liðið á bekknum. Við reynum að hafa eitthvert hlutverk fyrir hvern og einn, stundum er það stórt og stundum er það lítið og menn verða bara að lifa með því," segir Dagur. Ertu farinn að gæla við þá hugsun að þið farið alla leið í úrslitaleikinn? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég er ennþá rosalega "fókusaður" á næsta verkefni. Nú er það bara Katar og ekkert vesen í kringum það," segir Dagur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Dag hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15 HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30
Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00
Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15
HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00