Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Arnar Björnsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 14:30 Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Dagur Sigurðsson lætur fátt raska ró sinni. Hann segist ekkert vera farinn að spá í það hvort Þjóðverjar komist í úrslitaleikinn. Hann segist vera með 2 góða markverði og eigi eftir að ákveða hvort byrji og hvor þeirra ljúki leiknum Katarar hafa aldrei áður náð jafn langt á heimsmeistaramóti, gæti það verið vopn fyrir Þjóðverja? "Nei þeir hafa ekki komist þetta langt en það hafa margir af mínum mönnum ekki heldur. Lið þeirra er sterkt, markverðirnir eru öflugir og þeir eru einnig með góðar skyttur og svo eru þeir farnir að spila nokkuð góðan varnarleik. Þetta verður erfiður leikur og svo er umgjörðin þeim í hag, þeir eru jú á heimavelli," segir Dagur. Fyrirfram eru þetta mótherjar sem þú hafðir ekki mestar áhyggjur af? "Nei og kannski er það okkur í hag núna að hafa unnið riðilinn og vera ekki að mæta liðum eins og Frökkum sem eru kannski ennþá sterkari og með meiri reynslu en Katarar," segir Dagur. Þið klárið Egyptana snemma og þið eruð enn að leyfa ykkur að gefa ekki allt í þessa leiki" „Já það er rétt við höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni í leikjunum og það er góð tilfinning að eiga eitthvað eftir á tanknum þegar við mætum Katar. Þetta verða líkamleg átök og hiti og þá er gott að eiga einhverja innistæðu," segir Dagur. Þú ert með sjóðandi heita markverði, Heinewetter er búinn að verja vel og Lichtlein stórkostlegur á móti Egyptum. „Já þeir eru búnir að vera mjög góðir og nú þarf ég bara að ákveða hvor á að byrja og hvor klárar þetta í lokin," segir Dagur. Er það ekki að verða höfuðverkur hjá þér að velja liðið? „Nei þetta er svipuð staða og í Berlín þar sem við erum með 2 góða markverði. Þetta snýst bara um að halda þeim báðum í stuði og leyfa þeim að blómstra," segir Dagur. Hvernig taka leikmennirnir þessu sem allir vilja spila í 60 mínútur í hverjum leik? „Þeir eru alveg slakir og eru bara að hugsa um liðið eins og allir þeir sem sitja fyrir utan liðið á bekknum. Við reynum að hafa eitthvert hlutverk fyrir hvern og einn, stundum er það stórt og stundum er það lítið og menn verða bara að lifa með því," segir Dagur. Ertu farinn að gæla við þá hugsun að þið farið alla leið í úrslitaleikinn? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég er ennþá rosalega "fókusaður" á næsta verkefni. Nú er það bara Katar og ekkert vesen í kringum það," segir Dagur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Dag hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15 HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Dagur Sigurðsson lætur fátt raska ró sinni. Hann segist ekkert vera farinn að spá í það hvort Þjóðverjar komist í úrslitaleikinn. Hann segist vera með 2 góða markverði og eigi eftir að ákveða hvort byrji og hvor þeirra ljúki leiknum Katarar hafa aldrei áður náð jafn langt á heimsmeistaramóti, gæti það verið vopn fyrir Þjóðverja? "Nei þeir hafa ekki komist þetta langt en það hafa margir af mínum mönnum ekki heldur. Lið þeirra er sterkt, markverðirnir eru öflugir og þeir eru einnig með góðar skyttur og svo eru þeir farnir að spila nokkuð góðan varnarleik. Þetta verður erfiður leikur og svo er umgjörðin þeim í hag, þeir eru jú á heimavelli," segir Dagur. Fyrirfram eru þetta mótherjar sem þú hafðir ekki mestar áhyggjur af? "Nei og kannski er það okkur í hag núna að hafa unnið riðilinn og vera ekki að mæta liðum eins og Frökkum sem eru kannski ennþá sterkari og með meiri reynslu en Katarar," segir Dagur. Þið klárið Egyptana snemma og þið eruð enn að leyfa ykkur að gefa ekki allt í þessa leiki" „Já það er rétt við höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni í leikjunum og það er góð tilfinning að eiga eitthvað eftir á tanknum þegar við mætum Katar. Þetta verða líkamleg átök og hiti og þá er gott að eiga einhverja innistæðu," segir Dagur. Þú ert með sjóðandi heita markverði, Heinewetter er búinn að verja vel og Lichtlein stórkostlegur á móti Egyptum. „Já þeir eru búnir að vera mjög góðir og nú þarf ég bara að ákveða hvor á að byrja og hvor klárar þetta í lokin," segir Dagur. Er það ekki að verða höfuðverkur hjá þér að velja liðið? „Nei þetta er svipuð staða og í Berlín þar sem við erum með 2 góða markverði. Þetta snýst bara um að halda þeim báðum í stuði og leyfa þeim að blómstra," segir Dagur. Hvernig taka leikmennirnir þessu sem allir vilja spila í 60 mínútur í hverjum leik? „Þeir eru alveg slakir og eru bara að hugsa um liðið eins og allir þeir sem sitja fyrir utan liðið á bekknum. Við reynum að hafa eitthvert hlutverk fyrir hvern og einn, stundum er það stórt og stundum er það lítið og menn verða bara að lifa með því," segir Dagur. Ertu farinn að gæla við þá hugsun að þið farið alla leið í úrslitaleikinn? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég er ennþá rosalega "fókusaður" á næsta verkefni. Nú er það bara Katar og ekkert vesen í kringum það," segir Dagur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Dag hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15 HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30
Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00
Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. 28. janúar 2015 12:15
HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta. 27. janúar 2015 10:00