Djokovic í undanúrslit á 25. risamótinu á ferlinum | "Áfram pabbi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 11:15 Novak Djokovic. Vísir/Getty Novak Djokovic er kominn alla leið í undanúrslitin á opna ástralska mótinu í tennis en hann hefur ekki enn tapað einu einasta setti á fyrsta risamóti ársins. Novak Djokovic vann Kanadamanninn Milos Raonic 7-6 6-4 og 6-2 í átta manna úrslitum í dag og mætir Svisslendingnum Stan Wawrinka í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Tékkinn Tomás Berdych og Bretinn Andy Murray. Novak Djokovic hefur unnið alla fimm leiki sína á mótinu án þess að tapa setti sem þýðir að hann er búinn að vinna fimmtán sett í röð. Annars unnust allir leikirnir í átta manna úrslitunum 3-0 í ár. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitum á opna ástralska mótinu í fyrra en hafði þá unnið mótið þrjú ár í röð. Tapið í átta manna úrslitunum fyrir ári síðan er eina risamótið frá því í júní 2010 þar sem Serbinn hefur ekki verið í fjögurra manna úrslitum. Novak Djokovic er nú kominn í undanúrslit á 25. risamótinu á ferlinum en vinni hann Stan Wawrinka kemst hann í úrslitaleik risamóts í fimmtánda sinn. Novak Djokovic og kona hans Jelena Ristić, eignuðust soninn Stefan í október og hún birti mynd á twitter af stráknum að horfa á pabba sinn tryggja sig inn í undanúrslitin. Undir myndinni skrifaði hún: „Áfram pabbi.“Ajde tatice! Come on daddy! #NoleFam #AusOpen2015 @DjokerNole @AustralianOpen pic.twitter.com/Q3UYGGLYA6— Jelena Djokovic (@JelenaRisticNDF) January 28, 2015 Tennis Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Novak Djokovic er kominn alla leið í undanúrslitin á opna ástralska mótinu í tennis en hann hefur ekki enn tapað einu einasta setti á fyrsta risamóti ársins. Novak Djokovic vann Kanadamanninn Milos Raonic 7-6 6-4 og 6-2 í átta manna úrslitum í dag og mætir Svisslendingnum Stan Wawrinka í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Tékkinn Tomás Berdych og Bretinn Andy Murray. Novak Djokovic hefur unnið alla fimm leiki sína á mótinu án þess að tapa setti sem þýðir að hann er búinn að vinna fimmtán sett í röð. Annars unnust allir leikirnir í átta manna úrslitunum 3-0 í ár. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitum á opna ástralska mótinu í fyrra en hafði þá unnið mótið þrjú ár í röð. Tapið í átta manna úrslitunum fyrir ári síðan er eina risamótið frá því í júní 2010 þar sem Serbinn hefur ekki verið í fjögurra manna úrslitum. Novak Djokovic er nú kominn í undanúrslit á 25. risamótinu á ferlinum en vinni hann Stan Wawrinka kemst hann í úrslitaleik risamóts í fimmtánda sinn. Novak Djokovic og kona hans Jelena Ristić, eignuðust soninn Stefan í október og hún birti mynd á twitter af stráknum að horfa á pabba sinn tryggja sig inn í undanúrslitin. Undir myndinni skrifaði hún: „Áfram pabbi.“Ajde tatice! Come on daddy! #NoleFam #AusOpen2015 @DjokerNole @AustralianOpen pic.twitter.com/Q3UYGGLYA6— Jelena Djokovic (@JelenaRisticNDF) January 28, 2015
Tennis Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira