Stærsta bridgemót sem haldið hefur verið hér á landi hefst á morgun klukkan 19 á Hótel Natura. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun setja hátíðina.
Bridgehátíðin ber heitið Icelandair Reykjavík Bridge Festival 2015 og verða keppendur á mótinu um 420, þar af um helmingur erlendir keppendur. Nokkrir af bestu bridgespilurum heims taka þátt, t.d Zia Mahmood og Hjördís Eyþórsdóttir en hún er heimsmeistari kvenna í sveitakeppni og kemur með liði sínu, Bandaríkjunum.
Mótið hefst klukkan 19 og stendur til sunnudags klukkan 18, en þá fer verðalunaafhending fram. Áhorfendur eru velkomnir á staðinn og er aðgangur ókeypis.