20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 14:21 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2013. Vísir/Daníel Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33
Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15