Ekkert bólar á bengalköttunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2015 14:19 Ekkert hefur spurst til Bengal kattanna þriggja sem stolið var úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi þann 21. janúar. Lögreglan fékk hefur fengið eina ábendingu og var henni fylgt eftir, en kettirnir fundust ekki. Ólafur Sturla Njálsson, eigandi kattanna segir fjölda fólks hjálpa honum við leitina. „Það eru allir að fylgjast með, en það hefur ekkert komið upp neins staðar. Ég er sjálfur búinn að liggja svo mikið á netinu að ég er hættur að geta horft á skjáinn,“ segir Ólafur. Kettirnir voru á læstu svæði í skemmunni og hafði læsingin verið brotin upp. Í fyrstu var talið að fjórum hefði verið stolið en einn þeirra fannst skömmu seinna. Sjá einnig: Bengalkötturinn Kiss Me fundinn. Ólafur fann kvenmannsföt í snjónum við Nátthaga. Nánar tiltekið brjóstahaldara númer 34D og buxur. „Þetta er greinilega fólk sem veit ekki hvað það er með í höndunum eða vill eiga kettina sjálft. Einhver flón sem halda að þau geti grætt á þeim, en það verður ekki,“ segir Ólafur. Kettirnir eru örmerktir svo erfitt er að selja þá. Sjá einnig: Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstahaldari númer 34D á meðal sönnunargagna. Bengal kettir geta verið mjög háværir líði þeim illa. „Fressið er með mjög háa sópran rödd og hann gat æft hana svoleiðis upp í sumar, að hann gat svo sannarlega látið vita af sér yfir stórt svæði.“ Ábendingin sem lögreglan hefur kannað var vegna svona gargs, en ekkert kom úr þeirri ábendingu. Ólafur segir að fjöldi fólks hafi boðið fram aðstoð sína við að finna kettina. „Þau eru bókstaflega á ferðinni. Það er þannig að sumir eru bara komnir á stúfanna. Svo hafa einar sjö vinkonur sett á Facebook að þær séu tilbúnar að taka við köttunum og gefa upp símanúmer og heimilisföng. Þær eru svo kraftmiklar að ég á ekki til orð.“ „Löggan er alltaf að gera og þeir eru örugglega orðnir þreyttir á mér, því ég er búinn að hringja svo oft í þá. Þeir eru að gera sitt eins og þeir geta en það eru auðvitað önnur verkefni hjá þeim líka. Örugglega miklu mikilvægara en kattahvarf.“ „Nú er bara að bíða og sjá og vona að það komi fleiri ábendingar.“ Ólafur þiggur allar ábendingar sem fólk gæti búið yfir og getur tekið við þeim í einkaskilaboðum á Facebook. Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Biðlar til þjófanna að skila köttunum Eigandinn saknar þeirra sárt. 22. janúar 2015 19:15 Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25 Kattaþjófarnir í Ölfusi ófundnir Ekkert hefur enn spurst til Bengalkattanna fjögurra, sem stolið var úr skemmu að bænum Nátthaga í Ölfusi í fyrradag. 23. janúar 2015 07:17 Leitað að buxnalausum þjóf: Þekkirðu brjóstahaldarann? „Já, þetta eru sönnunargögnin okkar,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. 22. janúar 2015 16:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Bengal kattanna þriggja sem stolið var úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi þann 21. janúar. Lögreglan fékk hefur fengið eina ábendingu og var henni fylgt eftir, en kettirnir fundust ekki. Ólafur Sturla Njálsson, eigandi kattanna segir fjölda fólks hjálpa honum við leitina. „Það eru allir að fylgjast með, en það hefur ekkert komið upp neins staðar. Ég er sjálfur búinn að liggja svo mikið á netinu að ég er hættur að geta horft á skjáinn,“ segir Ólafur. Kettirnir voru á læstu svæði í skemmunni og hafði læsingin verið brotin upp. Í fyrstu var talið að fjórum hefði verið stolið en einn þeirra fannst skömmu seinna. Sjá einnig: Bengalkötturinn Kiss Me fundinn. Ólafur fann kvenmannsföt í snjónum við Nátthaga. Nánar tiltekið brjóstahaldara númer 34D og buxur. „Þetta er greinilega fólk sem veit ekki hvað það er með í höndunum eða vill eiga kettina sjálft. Einhver flón sem halda að þau geti grætt á þeim, en það verður ekki,“ segir Ólafur. Kettirnir eru örmerktir svo erfitt er að selja þá. Sjá einnig: Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstahaldari númer 34D á meðal sönnunargagna. Bengal kettir geta verið mjög háværir líði þeim illa. „Fressið er með mjög háa sópran rödd og hann gat æft hana svoleiðis upp í sumar, að hann gat svo sannarlega látið vita af sér yfir stórt svæði.“ Ábendingin sem lögreglan hefur kannað var vegna svona gargs, en ekkert kom úr þeirri ábendingu. Ólafur segir að fjöldi fólks hafi boðið fram aðstoð sína við að finna kettina. „Þau eru bókstaflega á ferðinni. Það er þannig að sumir eru bara komnir á stúfanna. Svo hafa einar sjö vinkonur sett á Facebook að þær séu tilbúnar að taka við köttunum og gefa upp símanúmer og heimilisföng. Þær eru svo kraftmiklar að ég á ekki til orð.“ „Löggan er alltaf að gera og þeir eru örugglega orðnir þreyttir á mér, því ég er búinn að hringja svo oft í þá. Þeir eru að gera sitt eins og þeir geta en það eru auðvitað önnur verkefni hjá þeim líka. Örugglega miklu mikilvægara en kattahvarf.“ „Nú er bara að bíða og sjá og vona að það komi fleiri ábendingar.“ Ólafur þiggur allar ábendingar sem fólk gæti búið yfir og getur tekið við þeim í einkaskilaboðum á Facebook.
Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Biðlar til þjófanna að skila köttunum Eigandinn saknar þeirra sárt. 22. janúar 2015 19:15 Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25 Kattaþjófarnir í Ölfusi ófundnir Ekkert hefur enn spurst til Bengalkattanna fjögurra, sem stolið var úr skemmu að bænum Nátthaga í Ölfusi í fyrradag. 23. janúar 2015 07:17 Leitað að buxnalausum þjóf: Þekkirðu brjóstahaldarann? „Já, þetta eru sönnunargögnin okkar,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. 22. janúar 2015 16:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08
Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. 22. janúar 2015 12:25
Kattaþjófarnir í Ölfusi ófundnir Ekkert hefur enn spurst til Bengalkattanna fjögurra, sem stolið var úr skemmu að bænum Nátthaga í Ölfusi í fyrradag. 23. janúar 2015 07:17
Leitað að buxnalausum þjóf: Þekkirðu brjóstahaldarann? „Já, þetta eru sönnunargögnin okkar,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. 22. janúar 2015 16:56