Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 20:54 Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“ Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira