„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:00 „Þetta er mjög merkileg vinna sem Víglundur hefur staðið í, hann hefur aflað mikilla gagna um tilurð nýju bankanna og um hvernig stjórnvöld hafa unnið eftir hrun og hafa kannski í grófum dráttum aðallega unnið gegn íslenskum hagsmunum, það er að segja sú ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar árið 2009,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, sem hefur kynnt sér rannsóknarvinnu Víglundar Þorsteinssonar lögfræðings um stofnun nýju bankana. Sigurður G. er lögmaður Víglundar. Víglundur hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hrægammasjóðir“ hagnast um 300 til 400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar, ekki síst fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra.Gegn íslenskum hagsmunum með samningum við erlenda kröfuhafa „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum með samningum við erlenda kröfuhafa og verið að hygla þeim. Eftir hrun átti íslenska ríkið þrjá banka. Alþingi setti lög þar sem Fjármálaeftirlitinu var falið mjög ríkt hlutverk en ekki ráðherrum, og Fjármálaeftirlitið tók yfir gömlu bankanna, stofnaði nýja banka og það hafði vald til þess að láta meta til virðis þær eignir, það er að segja kröfur á innlenda aðila sem voru fluttar til bankanna. Það var gert strax haustið 2008 af innlendum aðilum. Síðan var Deloitte frá London fengið til að gera þetta og það var farið gegnum það af hálfu annarra aðila, hvort nálgun Deloitte væri rétt og alls staðar var þessi sama niðurstaða að eignirnar væru færðar niður um ákveðna prósentu, 50 til 55 prósent að meðaltali,“ segir Sigurður G.Steingrímur J. SigfússonSigurður segir að enginn hafi áttað sig á því, fyrr en Víglundur fór að skoða málið, að öll erlend lán bankanna voru færð í íslenskar krónur miðað við gengi þann 30. september árið 2008. „Þannig í raun áttu þeir engar erlendar kröfur eða lán í erlendri mynt. Þeir áttu bara íslensk krónulán sem voru síðan færð niður. Við getum ekki séð annað en að þarna séu lán í erlendri mynt sem sé búið að færa yfir í íslenskar krónur. Svona lítur þetta út ef maður skoðar þau gögn sem við erum með undir höndum.“Alþingi framseldi fjármálafyrirtækjum vald Sigurður segir að alvarlegi hluturinn í málinu sé að á árinu 2009 setji Alþingi lög sem áttu að vera ramminn utan um endurreisn íslensk efnahagslífs og íslenskra heimila. „Það vildi ekki betur til en svo að Alþingi framseldi fjármálafyrirtækjunum nokkurn veginn valdið til þess að setja reglunar um þetta. Í mínum huga gengur það aldrei upp að Alþingi framselji kröfuhöfum að setja einhverjar reglur. Um svipað leyti var verið að semja við kröfuhafana að þeir myndu eignast Arion banka og Íslandsbanka. Þetta leiddi til þess að bankarnir nýju fengu eiginlega bara skotleyfi á íslensk fyrirtæki og fjölskyldur.“ Sigurður segir að það hafi verið „norræna velferðarstjórnin“ sem hafi gert þetta. „Í dag sitjum við uppi með allt of skuldsett fyrirtæki og allt of skuldsett heimili.“VísirHeimir Karlsson, þáttastjórnandi, varpaði spurningu fram í þættinum sem ætti að varpa ljósi á málið fyrir alla:„Ég er að reyna einfalda þetta Sigurður og spyr þig því; Er þetta þá þannig að Fjármálaeftirlitið færir þessi lán yfir í nýju bankana á um það bil 50 prósenta afslætti og þannig hefði verið eðlilegt að þeir bankar rukkuðu samkvæmt því, þessi lán, en nýja ríkisstjórnin, Steingrímur J., eftir því sem Víglundur heldur fram, brýtur þetta upp og hleypir kröfuhöfunum inn í bankana til þess að rukka 100 prósent?“Þá svaraði Sigurður G. : „Já, þá breytist staðan. Ég meina þá eru komnir nýir eigendur af bönkunum. Þetta er í sjálfu sér mjög einföld aðgerð. Það eru sett neyðarlög vegna þess að hér verður efnahagshrun. Bankakerfið er hrunið og það þarf að stofna nýtt bankakerfi. Það er stofnað með því að taka með lögum innlendar eignir bankanna og færa þær yfir í nýja banka, sem voru lán okkar og innistæður. Það var alveg ljóst að þessi lán höfðu ekki það verðmæti sem þau höfðu á bókum gömlu bankanna vegna þess að hér hafði orðið gengishrun, óðaverðbólga og eignahrun. Þannig að það þurfti að meta öll þessi verðmæti niður og þau voru metin niður af hálfu aðila, innlendra upphaflega og síðan erlendra aðila. Þeir skiluðu skýrslu í apríl, maí árið 2009 og á því ári var orðin nokkuð mikil sátt um það hvernig upphafsefnahagsreikningur þessara banka ætti að líta út. Það var búið að niðurfæra alla kröfur bankanna að meðaltali um 50 prósent.“Fjármálaráðherra hafði ekki heimild umfram neyðarlöginEn er þetta lögbrot?„Fjármálaráðherrann hefur engar heimildir umfram neyðarlögin, hann hafði bara eina heimild í þeim lögum og það var að leggja nýju bönkunum til fé. Fjármálaeftirlitinu var hins vegar fengin öll framkvæmd neyðarlaganna að því er varðaði fjármálakerfið. Fjármálaeftirlitið tekur stjórnvaldsákvarðanir og þær eru þá endanlegar þar til að dómstólar hafa breytt þeim, en það er ekki fjármálaráðherrans að taka fram fyrir stjórnvaldinu,“ segir Sigurður en á þessum tíma var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Sigurður segir að vandinn í málinu sé hvort þessi samningur sé gengistryggður eða ekki. „Þessi gögn sýna það í raun að það voru engir gengistryggðir samningar til, það voru engir samningar í erlendri mynt til.“Blekktu þá bankarnir dómstólana?„Það er allavega haldið áfram að vinna með samninga sem í raun er búið að breyta af hálfu stjórnvalds.“ Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Víglundur hefur sent Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og öllum þingmönnum bréf.Hefur sent þingmönnum bréf Bréfið er eigin greinargerð og stofnúrskurður Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana, frá því í október 2008, sem stofnaðir voru með heimild í neyðarlögunum í október 2008. Stofnúrskurðir FME hafa ekki áður verið birtir opinberlega. Í bréfi sínu til forseta Alþingis segir Víglundur m.a.: „Í greinargerðinni leiði ég líkur að því að framin hafi verið stórfelld brot á almennum hegningarlögum, stjórnsýslulögum, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um fjármálaeftirlit og ef til vill fleiri lögum. Sýnist mér hugsanlegt að ólögmætur hagnaður skilanefnda/slitastjórna af meintum fjársvikum og auðgunarbrotum kunni að nema á bilinu 300 - 400 milljörðum króna í bönkunum þremur.“Neðst í fréttinni má skoða þau skjöl sem Víglundur hefur undir höndum. Sjá einnig: „Það var verið að gefa kröfuhöfum peninga, þingið mun rannsaka þetta“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Víglund sjálfan sem var tekið þann 9. janúar á þessu ári. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Þetta er mjög merkileg vinna sem Víglundur hefur staðið í, hann hefur aflað mikilla gagna um tilurð nýju bankanna og um hvernig stjórnvöld hafa unnið eftir hrun og hafa kannski í grófum dráttum aðallega unnið gegn íslenskum hagsmunum, það er að segja sú ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar árið 2009,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, sem hefur kynnt sér rannsóknarvinnu Víglundar Þorsteinssonar lögfræðings um stofnun nýju bankana. Sigurður G. er lögmaður Víglundar. Víglundur hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hrægammasjóðir“ hagnast um 300 til 400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar, ekki síst fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra.Gegn íslenskum hagsmunum með samningum við erlenda kröfuhafa „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum með samningum við erlenda kröfuhafa og verið að hygla þeim. Eftir hrun átti íslenska ríkið þrjá banka. Alþingi setti lög þar sem Fjármálaeftirlitinu var falið mjög ríkt hlutverk en ekki ráðherrum, og Fjármálaeftirlitið tók yfir gömlu bankanna, stofnaði nýja banka og það hafði vald til þess að láta meta til virðis þær eignir, það er að segja kröfur á innlenda aðila sem voru fluttar til bankanna. Það var gert strax haustið 2008 af innlendum aðilum. Síðan var Deloitte frá London fengið til að gera þetta og það var farið gegnum það af hálfu annarra aðila, hvort nálgun Deloitte væri rétt og alls staðar var þessi sama niðurstaða að eignirnar væru færðar niður um ákveðna prósentu, 50 til 55 prósent að meðaltali,“ segir Sigurður G.Steingrímur J. SigfússonSigurður segir að enginn hafi áttað sig á því, fyrr en Víglundur fór að skoða málið, að öll erlend lán bankanna voru færð í íslenskar krónur miðað við gengi þann 30. september árið 2008. „Þannig í raun áttu þeir engar erlendar kröfur eða lán í erlendri mynt. Þeir áttu bara íslensk krónulán sem voru síðan færð niður. Við getum ekki séð annað en að þarna séu lán í erlendri mynt sem sé búið að færa yfir í íslenskar krónur. Svona lítur þetta út ef maður skoðar þau gögn sem við erum með undir höndum.“Alþingi framseldi fjármálafyrirtækjum vald Sigurður segir að alvarlegi hluturinn í málinu sé að á árinu 2009 setji Alþingi lög sem áttu að vera ramminn utan um endurreisn íslensk efnahagslífs og íslenskra heimila. „Það vildi ekki betur til en svo að Alþingi framseldi fjármálafyrirtækjunum nokkurn veginn valdið til þess að setja reglunar um þetta. Í mínum huga gengur það aldrei upp að Alþingi framselji kröfuhöfum að setja einhverjar reglur. Um svipað leyti var verið að semja við kröfuhafana að þeir myndu eignast Arion banka og Íslandsbanka. Þetta leiddi til þess að bankarnir nýju fengu eiginlega bara skotleyfi á íslensk fyrirtæki og fjölskyldur.“ Sigurður segir að það hafi verið „norræna velferðarstjórnin“ sem hafi gert þetta. „Í dag sitjum við uppi með allt of skuldsett fyrirtæki og allt of skuldsett heimili.“VísirHeimir Karlsson, þáttastjórnandi, varpaði spurningu fram í þættinum sem ætti að varpa ljósi á málið fyrir alla:„Ég er að reyna einfalda þetta Sigurður og spyr þig því; Er þetta þá þannig að Fjármálaeftirlitið færir þessi lán yfir í nýju bankana á um það bil 50 prósenta afslætti og þannig hefði verið eðlilegt að þeir bankar rukkuðu samkvæmt því, þessi lán, en nýja ríkisstjórnin, Steingrímur J., eftir því sem Víglundur heldur fram, brýtur þetta upp og hleypir kröfuhöfunum inn í bankana til þess að rukka 100 prósent?“Þá svaraði Sigurður G. : „Já, þá breytist staðan. Ég meina þá eru komnir nýir eigendur af bönkunum. Þetta er í sjálfu sér mjög einföld aðgerð. Það eru sett neyðarlög vegna þess að hér verður efnahagshrun. Bankakerfið er hrunið og það þarf að stofna nýtt bankakerfi. Það er stofnað með því að taka með lögum innlendar eignir bankanna og færa þær yfir í nýja banka, sem voru lán okkar og innistæður. Það var alveg ljóst að þessi lán höfðu ekki það verðmæti sem þau höfðu á bókum gömlu bankanna vegna þess að hér hafði orðið gengishrun, óðaverðbólga og eignahrun. Þannig að það þurfti að meta öll þessi verðmæti niður og þau voru metin niður af hálfu aðila, innlendra upphaflega og síðan erlendra aðila. Þeir skiluðu skýrslu í apríl, maí árið 2009 og á því ári var orðin nokkuð mikil sátt um það hvernig upphafsefnahagsreikningur þessara banka ætti að líta út. Það var búið að niðurfæra alla kröfur bankanna að meðaltali um 50 prósent.“Fjármálaráðherra hafði ekki heimild umfram neyðarlöginEn er þetta lögbrot?„Fjármálaráðherrann hefur engar heimildir umfram neyðarlögin, hann hafði bara eina heimild í þeim lögum og það var að leggja nýju bönkunum til fé. Fjármálaeftirlitinu var hins vegar fengin öll framkvæmd neyðarlaganna að því er varðaði fjármálakerfið. Fjármálaeftirlitið tekur stjórnvaldsákvarðanir og þær eru þá endanlegar þar til að dómstólar hafa breytt þeim, en það er ekki fjármálaráðherrans að taka fram fyrir stjórnvaldinu,“ segir Sigurður en á þessum tíma var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Sigurður segir að vandinn í málinu sé hvort þessi samningur sé gengistryggður eða ekki. „Þessi gögn sýna það í raun að það voru engir gengistryggðir samningar til, það voru engir samningar í erlendri mynt til.“Blekktu þá bankarnir dómstólana?„Það er allavega haldið áfram að vinna með samninga sem í raun er búið að breyta af hálfu stjórnvalds.“ Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Víglundur hefur sent Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og öllum þingmönnum bréf.Hefur sent þingmönnum bréf Bréfið er eigin greinargerð og stofnúrskurður Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana, frá því í október 2008, sem stofnaðir voru með heimild í neyðarlögunum í október 2008. Stofnúrskurðir FME hafa ekki áður verið birtir opinberlega. Í bréfi sínu til forseta Alþingis segir Víglundur m.a.: „Í greinargerðinni leiði ég líkur að því að framin hafi verið stórfelld brot á almennum hegningarlögum, stjórnsýslulögum, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um fjármálaeftirlit og ef til vill fleiri lögum. Sýnist mér hugsanlegt að ólögmætur hagnaður skilanefnda/slitastjórna af meintum fjársvikum og auðgunarbrotum kunni að nema á bilinu 300 - 400 milljörðum króna í bönkunum þremur.“Neðst í fréttinni má skoða þau skjöl sem Víglundur hefur undir höndum. Sjá einnig: „Það var verið að gefa kröfuhöfum peninga, þingið mun rannsaka þetta“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Víglund sjálfan sem var tekið þann 9. janúar á þessu ári.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira