Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll Gústavsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54
Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti