Innlent

Leitað að buxnalausum þjóf: Þekkirðu brjóstahaldarann?

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Buxurnar og brjóstahaldarinn, sem lögreglan á Selfossi haldlagði í málinu.
Buxurnar og brjóstahaldarinn, sem lögreglan á Selfossi haldlagði í málinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
„Já, þetta eru sönnunargögnin okkar og nú leitum við eiganda buxnanna og brjóstahaldarans og biðjum alla sem geta hjálpað okkur að upplýsa málið að hafa samband í síma 444-2000“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Lögreglan er með buxurnar og brjóstahaldarann á lögreglustöðinni á Selfossi.

Málið tengist hvarfi á fjórum Bengal-köttum á bænum Nátthaga í Ölfusi í nótt en brjóstahaldarinn og blettatígursbómullarbuxurnar fundust við hjólför bíls þar sem hvarf kattanna átti sér stað.

Lögreglan þreif og þurrkaði buxurnar og brjóstahaldaranna í dag en stærðin á skálunum er 34D.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Brjóstahaldarinn er í stærðinni 34 D. Haldarinn og buxurnar voru settar undir dekk á bílnum eftir að hann hafði orðið fastur. Voru klæðin skilin eftir á staðnum þegar bílinn losnaði.

„Ég bið bara þann sem var að verki, hvort sem það var einn eða fleiri, að skila köttunum öllum heilum á húfi án nokkurra eftirmála. Best að skilja þá eftir í flutningaboxunum á gólfinu í skemmunni og senda mér sms um það í 698-4840. Nú bíða allir eftir að fólkið átti sig á hvað þetta var heimskulegt að standa í svona þjófnaði“, segir Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga.


Tengdar fréttir

Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi

Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×