Hinn málglaði varnarmaður Seattle Seahawks, Richard Sherman, er byrjaður að tendra bálið fyrir Super Bowl.
Hann segir að Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, sé ekki eins saklaus og fullkomin og margir telja hann vera.
Í leik liðanna árið 2012, sem Seattle vann 24-23, þá hljóp Sherman að Brady eftir leik og öskraði á hann. Svo birti hann mynd af atvikinu á Twitter og skrifaði: „U mad bro?".
Hann hefur ekki útskýrt hvað gekk þar á fyrr en núna í aðdraganda Super Bowl-leiks Seattle og New England.
„Fólk hefur þá ímynd af Brady að hann sé fullkominn og geri allt rétt. Að hann segi heldur aldrei neitt ljótt við nokkurn mann. Við vitum betur," sagði Sherman.
„Í leiknum kom hans rétta sjálf fram. Þá sagði hann ákveðna hluti við okkur og við svöruðum því. Svo þóttist hann ekki kannast við neitt. Hann var að segja við gætum ekki neitt og ættum að tala við hann ef við ynnum leikinn. Áttum við bara að taka því vel og biðja hann um eigihandaráritun? Hann var með svona kjaftæði allan leikinn.
„Þegar hann er öskra á dómarana er hann líklega bara að hrósa þeim fyrir góða frammistöðu."
Super Bowl verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Brady er ruslakjaftur

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
