Björk um nýju plötuna: Skapaði verk sem býr yfir sárri sorg Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2015 09:06 vísir/anton brink Vulnicura, ný plata Bjarkar, er komin út á iTunes & tonlist.is á Íslandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Smekkleysu. Platan fær góða umfjöllun á samfélagsmiðlum víða um heim og eru viðtökur fjölmiðla og gagnrýni einstaklega lofsamleg. Í framhaldi af því að upptökunum var lekið á netið ákvað Björk að gefa Vulnicura út á itunes í gær. Sjá einnig: Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Vulnicura varð fáanleg fyrir íslenskan markað seinni part dags 22. janúar á Íslandi. „Ég stóð mig af því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg. Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð, t.d. 3 lög fyrir sambandslit og 3 eftir, svo mannfræðingurinn í mér laumaðist fram og varð til þess að ég ákvað að deila lögunum þannig,“ segir Björk um aðdraganda plötunnar á heimasíðu sinni. „Fyrst óttaðist ég að það væri of eigingjarnt en hugarfars afstaðan breyttist, hugsanlega væru lögin það alhliða að þau gætu vonandi komið fólki til hjálpar, verið hækja og sannað hversu líffræðilegt þetta ferli er: sárið og heilun þess, bæði andlega og líkamlega, það er til leið út.” Björk segir að síðan hafi hið ótrúlega gerst. „Þegar ég glataði einu kom annað í staðinn. Alejandro hafði samband við mig seint sumars 2013 og hafði áhuga á að vinna með mér. þetta var hin fullkomna tímasetning. það hefði tekið mig 3 ár að semja bít við lögin (eins og á Vespertine). Aðeins nokkrum mánuðum síðar höfðum við klárað heila plötu! Þetta er eitt það ánægjulegasta samstarfsverkefni sem ég hef tekið þátt í.” Hún hafi hafist handa við útsetningar fyrir strengi og kór og tekið þær upp á Íslandi. „Þegar líða tók að því að plantan væri tilbúin fór ég að leita að hljóðmanni. Ég var kynnt af sameiginlegum vini okkar, Robin Carolan, fyrir Haxan Cloak. Hann hljóðblandaði plötuna og samdi einnig helmingin af bítinu fyrir lagið “Family”. Saman stofnuðum við hálfpartinn band yfir hljóðblönduninni og þetta er platan sem við gerðum.” „Ég vona að þið njótið hennar.”Eftirfrandi tónleikar hafa verið tilkynntir í kjölfar útgáfu Vulnicura New York: 7. mars - Carnegie hall (12:00, hádegistónleikar) 14. mars - Carnegie hall (12:00, hádegistónleikar) 25. mars - City center ( 20:00, kvöldtónleikar ) 28. mars - City center ( 12:00, hádegistónleikar ) 1. apríl - City center ( 20:00 kvöldtónleikar ) 4. apríl - City center ( 12:00 hádegistónleikar ) 5.-7. júní - Governor's ballSjá einnig: Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, er mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes víða um heim. Hún er númer eitt í yfir 30 löndum: #1 Bretland #1 Argentína #1 Austurríki #1 Belgía #1 Brasilía #1 Búlgaría #1 Síle #1 Kýpur #1 Tékkland #1 Danmörk #1 Eistland #1 Finnland #1 Grikkland #1 Ungverjaland #1 Írland #1 Ísrael #1 Mexíkó #1 Holland #1 Noregur #1 Pólland #1 Portúgal #1 Rúmenía #1 Rússland #1 Slóvakía #1 Slovenía #1 Suður Afríka #1 Spánn #1 Svíþjóð #1 Sviss #1 Víetnam Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar óvænt komin út Vulnicura ratar inn á iTunes um heim allan á næsta sólarhring. 20. janúar 2015 19:50 Herbragðið skilaði tilætluðum árangri Vulnicura, plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út sex vikum fyrr en áætlað var eftir að henni var lekið á netið. 22. janúar 2015 10:00 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Björk slær í gegn á iTunes með plötunni Vulnicura 21. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Vulnicura, ný plata Bjarkar, er komin út á iTunes & tonlist.is á Íslandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Smekkleysu. Platan fær góða umfjöllun á samfélagsmiðlum víða um heim og eru viðtökur fjölmiðla og gagnrýni einstaklega lofsamleg. Í framhaldi af því að upptökunum var lekið á netið ákvað Björk að gefa Vulnicura út á itunes í gær. Sjá einnig: Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Vulnicura varð fáanleg fyrir íslenskan markað seinni part dags 22. janúar á Íslandi. „Ég stóð mig af því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg. Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð, t.d. 3 lög fyrir sambandslit og 3 eftir, svo mannfræðingurinn í mér laumaðist fram og varð til þess að ég ákvað að deila lögunum þannig,“ segir Björk um aðdraganda plötunnar á heimasíðu sinni. „Fyrst óttaðist ég að það væri of eigingjarnt en hugarfars afstaðan breyttist, hugsanlega væru lögin það alhliða að þau gætu vonandi komið fólki til hjálpar, verið hækja og sannað hversu líffræðilegt þetta ferli er: sárið og heilun þess, bæði andlega og líkamlega, það er til leið út.” Björk segir að síðan hafi hið ótrúlega gerst. „Þegar ég glataði einu kom annað í staðinn. Alejandro hafði samband við mig seint sumars 2013 og hafði áhuga á að vinna með mér. þetta var hin fullkomna tímasetning. það hefði tekið mig 3 ár að semja bít við lögin (eins og á Vespertine). Aðeins nokkrum mánuðum síðar höfðum við klárað heila plötu! Þetta er eitt það ánægjulegasta samstarfsverkefni sem ég hef tekið þátt í.” Hún hafi hafist handa við útsetningar fyrir strengi og kór og tekið þær upp á Íslandi. „Þegar líða tók að því að plantan væri tilbúin fór ég að leita að hljóðmanni. Ég var kynnt af sameiginlegum vini okkar, Robin Carolan, fyrir Haxan Cloak. Hann hljóðblandaði plötuna og samdi einnig helmingin af bítinu fyrir lagið “Family”. Saman stofnuðum við hálfpartinn band yfir hljóðblönduninni og þetta er platan sem við gerðum.” „Ég vona að þið njótið hennar.”Eftirfrandi tónleikar hafa verið tilkynntir í kjölfar útgáfu Vulnicura New York: 7. mars - Carnegie hall (12:00, hádegistónleikar) 14. mars - Carnegie hall (12:00, hádegistónleikar) 25. mars - City center ( 20:00, kvöldtónleikar ) 28. mars - City center ( 12:00, hádegistónleikar ) 1. apríl - City center ( 20:00 kvöldtónleikar ) 4. apríl - City center ( 12:00 hádegistónleikar ) 5.-7. júní - Governor's ballSjá einnig: Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, er mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes víða um heim. Hún er númer eitt í yfir 30 löndum: #1 Bretland #1 Argentína #1 Austurríki #1 Belgía #1 Brasilía #1 Búlgaría #1 Síle #1 Kýpur #1 Tékkland #1 Danmörk #1 Eistland #1 Finnland #1 Grikkland #1 Ungverjaland #1 Írland #1 Ísrael #1 Mexíkó #1 Holland #1 Noregur #1 Pólland #1 Portúgal #1 Rúmenía #1 Rússland #1 Slóvakía #1 Slovenía #1 Suður Afríka #1 Spánn #1 Svíþjóð #1 Sviss #1 Víetnam
Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar óvænt komin út Vulnicura ratar inn á iTunes um heim allan á næsta sólarhring. 20. janúar 2015 19:50 Herbragðið skilaði tilætluðum árangri Vulnicura, plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út sex vikum fyrr en áætlað var eftir að henni var lekið á netið. 22. janúar 2015 10:00 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Björk slær í gegn á iTunes með plötunni Vulnicura 21. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46
Ný plata Bjarkar óvænt komin út Vulnicura ratar inn á iTunes um heim allan á næsta sólarhring. 20. janúar 2015 19:50
Herbragðið skilaði tilætluðum árangri Vulnicura, plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út sex vikum fyrr en áætlað var eftir að henni var lekið á netið. 22. janúar 2015 10:00
Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25
Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Björk slær í gegn á iTunes með plötunni Vulnicura 21. janúar 2015 16:39