Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso Bjarki Ármannsson skrifar 21. janúar 2015 14:30 Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir og fleiri starfsmenn Caruso fengu að sækja vín og þjórfé í húsið í desember. Vísir/Vilhelm Lögmaður feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsnæðið við Þingholtsstræti 1, þar sem veitingastaðurinn Caruso var áður til húsa, segir ekkert til í því að í húsnæðinu séu enn munir í persónulegri eigu eigenda Caruso sem nemi tugum milljóna króna. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, annar eigandi veitingastaðarins, sagðist í viðtali við Vísi í vikunni ekki hafa fengið að sækja persónulegar eigur sínar í húsnæðið frá því að þeim var meinaður aðgangur að því í desember. Ásamt tækjabúnaði séu í húsinu ýmis húsgögn sem þau hjónin komu jafnvel með að heiman. Að hennar sögn hleypur verðmæti hlutanna á tugum milljónum króna.Jón Ragnarsson, annar eigenda húsnæðisins sem áður hýsti Caruso.Vísir/VilhelmTelur alla lausamuni tilheyra leigusala „Hið rétta er að samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala, sbr. 8. grein samningsins, eins og það var við upphaf leigutímans,“ skrifar Steinbergur Finnbogason, lögmaður leigusalanna, í bréfi til Vísis. „Samningurinn talar að mínu viti skýru máli um hverskonar lausir munir fylgdu húsnæðinu þegar það var tekið á leigu og hvaða munir verða eftir í því að leigutíma loknum.“ Í greininni sem Steinbergur vísar til segir að í lok leigutíma verði allt lausafé eign leigusala „sem ekki er unnt að fjarlægja án þess að það sjái á hinu leigða húsnæði.“ Það sama eigi við um allt það lausafé sem nauðsynlegt er til að halda áfram veitingastarfsemi í húsinu.Sjá einnig: Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður eigenda Caruso, að munirnir sem Þrúður vísar til séu í eigu Marella ehf., einkahlutafélags í hennar eigu. Þeir séu því óviðkomandi leigusamningi þeirra José Garcia, manns hennar og meðeiganda, og Valdimars Jónssonar, annars eigenda húsnæðisins. „Það er ekkert samningssamband á milli Þrúðar eða þess félags við leigusala þannig að hvernig þeir geta réttlætt að kasta eign sinni á þá hluti fær auðvitað ekki staðist ,“ skrifar Ómar. „Auk þess getur venjulegur húsaleigusamningur ekki falið í sér afsal á óskilgreindu lausafé.“Starfsmenn Caruso fyrir utan húsið í desember.Vísir/Vilhelm„Allt þarna inni í þeirra eigu“ Líkt og greint var frá á sínum tíma, safnaðist starfsfólk Caruso saman fyrir utan veitingastaðinn nokkrum dögum eftir að Valdimar og Jón Ragnarsson, faðir hans, létu skipta um lása á húsinu og meina José og Þrúði aðgang. Þá höfðu starfsmenn meðal annars áhyggjur af persónulegum munum sínum sem læstir höfðu verið inni í húsinu. Steinbergur segir eigendur staðarins hafa haft næg tækifæri til að gera skriflega grein fyrir meintum eigum sínum í húsinu en hafi aldrei gert það. „Í tvígang hafa eigendur Caruso verið beðnir um að upplýsa um ósóttar eignir sínar í húsnæðinu svo að unnt yrði að afhenda þær tafarlaust,“ skrifar hann. „Þeim óskum hefur aldrei verið svarað.“ Ómar þvertekur fyrir þetta og segir þau hafa gert bæði húseigendum og lögreglu grein fyrir því hvaða muni þau ættu í húsinu, auk þess sem sundurliðun hafi verið send lögreglu. „Í stuttu máli er allt þarna inni í þeirra eigu,“ skrifar hann. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Segir eigur fyrir tugi milljóna enn ósóttar í fyrrum húsnæði Caruso „Þeir bara þykjast eiga þetta allt saman,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, eigandi veitingastaðarins. 19. janúar 2015 18:00 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Lögmaður feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsnæðið við Þingholtsstræti 1, þar sem veitingastaðurinn Caruso var áður til húsa, segir ekkert til í því að í húsnæðinu séu enn munir í persónulegri eigu eigenda Caruso sem nemi tugum milljóna króna. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, annar eigandi veitingastaðarins, sagðist í viðtali við Vísi í vikunni ekki hafa fengið að sækja persónulegar eigur sínar í húsnæðið frá því að þeim var meinaður aðgangur að því í desember. Ásamt tækjabúnaði séu í húsinu ýmis húsgögn sem þau hjónin komu jafnvel með að heiman. Að hennar sögn hleypur verðmæti hlutanna á tugum milljónum króna.Jón Ragnarsson, annar eigenda húsnæðisins sem áður hýsti Caruso.Vísir/VilhelmTelur alla lausamuni tilheyra leigusala „Hið rétta er að samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala, sbr. 8. grein samningsins, eins og það var við upphaf leigutímans,“ skrifar Steinbergur Finnbogason, lögmaður leigusalanna, í bréfi til Vísis. „Samningurinn talar að mínu viti skýru máli um hverskonar lausir munir fylgdu húsnæðinu þegar það var tekið á leigu og hvaða munir verða eftir í því að leigutíma loknum.“ Í greininni sem Steinbergur vísar til segir að í lok leigutíma verði allt lausafé eign leigusala „sem ekki er unnt að fjarlægja án þess að það sjái á hinu leigða húsnæði.“ Það sama eigi við um allt það lausafé sem nauðsynlegt er til að halda áfram veitingastarfsemi í húsinu.Sjá einnig: Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður eigenda Caruso, að munirnir sem Þrúður vísar til séu í eigu Marella ehf., einkahlutafélags í hennar eigu. Þeir séu því óviðkomandi leigusamningi þeirra José Garcia, manns hennar og meðeiganda, og Valdimars Jónssonar, annars eigenda húsnæðisins. „Það er ekkert samningssamband á milli Þrúðar eða þess félags við leigusala þannig að hvernig þeir geta réttlætt að kasta eign sinni á þá hluti fær auðvitað ekki staðist ,“ skrifar Ómar. „Auk þess getur venjulegur húsaleigusamningur ekki falið í sér afsal á óskilgreindu lausafé.“Starfsmenn Caruso fyrir utan húsið í desember.Vísir/Vilhelm„Allt þarna inni í þeirra eigu“ Líkt og greint var frá á sínum tíma, safnaðist starfsfólk Caruso saman fyrir utan veitingastaðinn nokkrum dögum eftir að Valdimar og Jón Ragnarsson, faðir hans, létu skipta um lása á húsinu og meina José og Þrúði aðgang. Þá höfðu starfsmenn meðal annars áhyggjur af persónulegum munum sínum sem læstir höfðu verið inni í húsinu. Steinbergur segir eigendur staðarins hafa haft næg tækifæri til að gera skriflega grein fyrir meintum eigum sínum í húsinu en hafi aldrei gert það. „Í tvígang hafa eigendur Caruso verið beðnir um að upplýsa um ósóttar eignir sínar í húsnæðinu svo að unnt yrði að afhenda þær tafarlaust,“ skrifar hann. „Þeim óskum hefur aldrei verið svarað.“ Ómar þvertekur fyrir þetta og segir þau hafa gert bæði húseigendum og lögreglu grein fyrir því hvaða muni þau ættu í húsinu, auk þess sem sundurliðun hafi verið send lögreglu. „Í stuttu máli er allt þarna inni í þeirra eigu,“ skrifar hann.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Segir eigur fyrir tugi milljóna enn ósóttar í fyrrum húsnæði Caruso „Þeir bara þykjast eiga þetta allt saman,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, eigandi veitingastaðarins. 19. janúar 2015 18:00 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13
Segir eigur fyrir tugi milljóna enn ósóttar í fyrrum húsnæði Caruso „Þeir bara þykjast eiga þetta allt saman,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, eigandi veitingastaðarins. 19. janúar 2015 18:00
Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17