Lífið

Gústaf Níelsson býr við Kristnibraut

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gústaf býr við Kristnibraut.
Gústaf býr við Kristnibraut.
Gústaf Níelsson, sem var skipaður varamaður Framsóknar og flugvallavina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í nokkrar klukkustundir, býr við... Kristnibraut.

Já, sagnfræðingurinn Gústaf sem hefur sagst vilja standa vörð um kristin gildi Íslendinga, býr í húsi sem stendur við Kristnibraut. Ekki er víst hvort að nafnið á götunni hafði áhrif á hvert Gústaf flutti.

Gústaf var gestur í þættinum Harmageddon í sumar:

„Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig,“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“

Sjá einnig:Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar

Mikið hefur verið fjallað um fyrri skrif Gústafs í dag. Til dæmis hefur grein sem hann skrifaði árið 2005 verið rifjuð upp þar sem hann sagði meðal annars:

„Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar með sagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“

Skoðanir og ummæli Gústafs vekja gjarnan hörð viðbrögð á Facebook. Viðbrögðin eru stundum svipuð og þegar svokallað „tröll“ kveikir upp í fólki á samfélagsmiðlum. Það er þó líklega tilviljun að Gústaf var áður til heimilis við Tröllakór í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Skipan Gústafs dregin til baka

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.