Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 12:33 Gústaf Níelsson mun ekki taka sæti sem varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Djöfulgangurinn er slíkur í kringum þetta að það sætir undrun,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um ákvörðun Framsóknar og flugvallarvina að draga skipan hans til baka sem varafulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar en ráðherrar og þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið hörðum orðum um þessa skipan. Þegar Vísir ræddi við Gústaf í morgun sagðist hann eiga von á að halda þessu sæti.Sjá einnig:„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð,“ sagði Gústaf í morgun en í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallarvina kom fram að skipan Gústafs væri ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og því mistök af hálfu fulltrúa borgarstjórnarflokksins.„Kjafta sig einhvern veginn út úr þessu“„Það er nefnilega það. Þeir kjafta sig einhvern veginn út úr þessu, mér er alveg sama hvernig þeir gera það,“ segir Gústaf um þessa yfirlýsingu Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti af ákvörðuninni að draga skipan hans til baka.„Leitað til mín“„Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín. Þannig að það eru engin vonbrigði.“ Hann segist velta fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið hefði Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslima á Íslandi, eða Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi hefði verið boðið sætið. „Ég var að velta því fyrir mér ef viðbrögðin hefðu verið með þessum hætti ef Sverri Agnarssyni eða Salman Tamimi hefði verið boðið sætið,“ segir Gústaf sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Djöfulgangurinn er slíkur í kringum þetta að það sætir undrun,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um ákvörðun Framsóknar og flugvallarvina að draga skipan hans til baka sem varafulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar en ráðherrar og þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið hörðum orðum um þessa skipan. Þegar Vísir ræddi við Gústaf í morgun sagðist hann eiga von á að halda þessu sæti.Sjá einnig:„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð,“ sagði Gústaf í morgun en í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallarvina kom fram að skipan Gústafs væri ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og því mistök af hálfu fulltrúa borgarstjórnarflokksins.„Kjafta sig einhvern veginn út úr þessu“„Það er nefnilega það. Þeir kjafta sig einhvern veginn út úr þessu, mér er alveg sama hvernig þeir gera það,“ segir Gústaf um þessa yfirlýsingu Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti af ákvörðuninni að draga skipan hans til baka.„Leitað til mín“„Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín. Þannig að það eru engin vonbrigði.“ Hann segist velta fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið hefði Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslima á Íslandi, eða Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi hefði verið boðið sætið. „Ég var að velta því fyrir mér ef viðbrögðin hefðu verið með þessum hætti ef Sverri Agnarssyni eða Salman Tamimi hefði verið boðið sætið,“ segir Gústaf sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.
Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44