Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 11:02 Gústaf Adolf Níelsson Vísir/Pjetur „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“ Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum, hvað er eiginlega um að vera,“ segir sagnfræðingurinn Gústaf Adolf Níelsson um gagnrýni framsóknarmanna á skipan hans sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina „Þeir eru nú snöggir að hrapa á ályktunum þessir menn,“ segir Gústaf þegar ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismaálaráðherra, eru borin undir hann. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Eygló segir þessa skipan óásættanlega og vill að hún verði afturkölluð hið fyrsta og tók Gunnar Bragi undir það auk þess að segjast ekki skilja Framsókn og flugvallarvini.Sjá einnig: Ráðherrar og þingmenn ósáttir við skipan GústafsSkilur ekki upphlaup framsóknarmanna „Ætli þau hafi þaul lesið mig alveg? Þau hafa flýtt sér í það í morgun,“ segir Gústaf um orð Eyglóar og Gunnars Braga sem sögðu málflutning Gústafs ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins. „Viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa,“ skrifaði Eygló á Facebook í dag. „Það er engu við þetta að bæta. Ég skil bara ekki þennan málflutning. Hún skal þá finna þessum skoðunum sínum stoð í orðum mínum og skrifum,“ segir Gústaf. „Mér er alveg óskiljanlegt þetta upphlaup. Þetta er eins og mink hafi verið hleypt inn í hænsnabú.“Á von á að halda sætinu Gunnar Bragi sagðist ekki vita til þess að Gústaf væri skráður í Framsóknarflokkinn og segist Gústaf alls ekki vera í honum. Ertu í Sjálfstæðisflokknum? „Auðvitað,“ svarar Gústaf en tekur fram að hann sé flugvallarvinur. Hann segist ekki eiga von á öðru en að halda sæti sínu sem varamaður þrátt fyrir þessa ólgu innan Framsóknarflokksins vegna skipan hans. „Ég geri alveg ráð fyrir því að borgarfulltrúarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi fullt umboð. Ég veit ekki annað.“
Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40