Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi eftir að hafa játað á sig hnífsstunguárás á Grandanum

Birgir Olgeirsson skrifar
vísir/gva
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem hefur játað að hafa stungið karlmann beint í brjóstið á Grandanum í Reykjavík 10. janúar síðastliðinn.

Í greinargerð lögreglustjóra, sem er birt í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, kemur fram að óskað var eftir aðstoð lögreglunnar að kvöldi laugardagsins 10. janúar vegna karlmanns sem hafði verið stunginn í brjóstið.

Að sögn lögreglustjóra mun brotaþoli hafa skýrt frá því að kærði hefði stungið sig eftir rifrildi og slagsmál.

Er það mat lögreglustjórans að beiting vopnsins og staðsetning áverkans sé lífshættuleg og háttsemi kærða hefði því hæglega geta dregið brotaþola til dauða. „Af öllu framangreindu sé ljóst að kærði sé hættulegur umhverfi sínu og því sé það mat lögreglu að gæsluvarð­hald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í greinagerð lögreglustjóra.

Verjandi sakborningsins skaut þessum úrskurði til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 10. febrúar.

Dómur Hæstaréttar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×