Weinhold: Hlakka til að hitta Alfreð Arnar Björnsson í Katar skrifar 31. janúar 2015 16:34 Steffen Weinhold spilaði mjög vel með Þjóðverjum á HM. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01
Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03
Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49
Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30