Kolröng leið farin með frumvarpi um náttúrupassa Linda Blöndal skrifar 31. janúar 2015 13:52 Óskar Magnússon segir að verið sé að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Vísir/Anton Eigendur Kersins í Grímsnesi segja að í frumvarpi um náttúrupassa sé farin kolröng leið. Óskar Magnússon, talsmaður eigendanna gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. Formaður samtaka landeigenda, Örn Bergsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að í frumvarpinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mælti fyrir á alþingi í vikunni, væri staða landeigenda mjög óljós. Ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu, líkt og Kerið í Grímsnesi. „Við teljum að það eigi að innheimta gjald en fyrst og fremst vildum við að það yrði gert af þeim sem stunda atvinnurekstur á þessar náttúruperlur. Sem sagt að hafa aðgreiningu á þessu og segja, að þeir sem stunda atvinnustarfsemi og gera út á náttúruperlur, hvort sem þær eru í eigu ríkisins eða einkaeigu, þeir eiga að borga. Almenningur á ekki að borga. En það mætti mikill mótspyrnu og við enduðum svo áþví að fimm árum seinna að hefja almenna gjaldtöku,“ segir Óskar. Árið 2008 fóru eigendur Kersins með ferðamálayfirvöldum og Umhverfisstofunun um Kersvæðið og var samdóma álit allra um að svæðið væri vanhirt og í slæmu ástandi, en það er friðlýst og á náttúruminjaskrá. Eigendur lögðu hópferðabann við kerið sama ár sem varð umdeilt. Óskar segir þá að hinn lögbundna almannarétt um frjálsa för um landið verði að virða en ekki nota í viðskiptalegum tilgangi.„Það er hinn svokallaði almannaréttur sem er mikilvægur. Almannaréttur er ekki það sama og óheftur aðgangur fyrir ryksugurútuútgerðir að náttúruperlum eins og menn vilja hafa hér. Það á að virða hann og leyfa venjulegu fólki, einkaaðilum, íslenskum almenningi, að koma á sínum prívat bílum og skoða náttúruperlurnar.“ Um leiðina sem kynnt er í frumvarpi um náttúrupassa segir Óskar að farið sé verið að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Hlusta má á alla fréttina í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Eigendur Kersins í Grímsnesi segja að í frumvarpi um náttúrupassa sé farin kolröng leið. Óskar Magnússon, talsmaður eigendanna gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. Formaður samtaka landeigenda, Örn Bergsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að í frumvarpinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mælti fyrir á alþingi í vikunni, væri staða landeigenda mjög óljós. Ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu, líkt og Kerið í Grímsnesi. „Við teljum að það eigi að innheimta gjald en fyrst og fremst vildum við að það yrði gert af þeim sem stunda atvinnurekstur á þessar náttúruperlur. Sem sagt að hafa aðgreiningu á þessu og segja, að þeir sem stunda atvinnustarfsemi og gera út á náttúruperlur, hvort sem þær eru í eigu ríkisins eða einkaeigu, þeir eiga að borga. Almenningur á ekki að borga. En það mætti mikill mótspyrnu og við enduðum svo áþví að fimm árum seinna að hefja almenna gjaldtöku,“ segir Óskar. Árið 2008 fóru eigendur Kersins með ferðamálayfirvöldum og Umhverfisstofunun um Kersvæðið og var samdóma álit allra um að svæðið væri vanhirt og í slæmu ástandi, en það er friðlýst og á náttúruminjaskrá. Eigendur lögðu hópferðabann við kerið sama ár sem varð umdeilt. Óskar segir þá að hinn lögbundna almannarétt um frjálsa för um landið verði að virða en ekki nota í viðskiptalegum tilgangi.„Það er hinn svokallaði almannaréttur sem er mikilvægur. Almannaréttur er ekki það sama og óheftur aðgangur fyrir ryksugurútuútgerðir að náttúruperlum eins og menn vilja hafa hér. Það á að virða hann og leyfa venjulegu fólki, einkaaðilum, íslenskum almenningi, að koma á sínum prívat bílum og skoða náttúruperlurnar.“ Um leiðina sem kynnt er í frumvarpi um náttúrupassa segir Óskar að farið sé verið að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Hlusta má á alla fréttina í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32
Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00
Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00