Erlent

Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls

Atli Ísleifsson skrifar
Stepan Poltorak, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að aðskilnaðarsinnar sæki nú hart að borginni Debaltseve.
Stepan Poltorak, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að aðskilnaðarsinnar sæki nú hart að borginni Debaltseve. Vísir/AP
Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. Fimmtán úkraínskir hermenn hafa fallið í átökum síðusta sólarhringinn.

Fulltrúar stríðandi fylkinga koma saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að vinna að samkomulagi um nýtt vopnahlé. Fulltrúar Rússlandsstjórnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) munu einnig sækja fundinn.

Viðræðurnar áttu upphaflega að hefjast í gær en var frestað vegna deilna um hver ætti að koma fram fyrir hönd aðskilnaðarsinna.

Stepan Poltorak, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að aðskilnaðarsinnar sæki nú hart að Debaltseve, norðaustur af Donetsk, en borgin er mikilvæg samgöngumiðstöð, miðja vegu milli borganna Donetsk og Luhansk.

Talsmaður Úkraínuhers segir aðskilnaðarsinna einnig sækja hart að Mariupol sem stendur við Svartahaf og er með um hálfa milljón íbúa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×