Sport

Nítjándi sigur Williams á risamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Williams fagnaði vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn.
Williams fagnaði vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty
Bandaríska tenniskonan Serena Williams tryggði sér nú rétt í þessu sigur á Opna ástralska meistaramótinu með því að vinna hina rússnesku Mariu Sharapovu í úrslitaleik í Melbourne.

Williams byrjaði betur og vann fyrsta settið nokkuð örugglega, 6-3. Spennan var meiri í öðru settinu en Williams hafði loks betur, 7-6 (7-5), eftir að settið fór í upphækkun.

Þetta var sjötti sigur Williams á Opna ástralska en hún vann mótið í fyrsta sinn árið 2003. Williams, sem er 33 ára, hefur nú unnið 19 risamót á ferlinum, þremur færri en hin þýska Steffi Graf gerði á sínum tíma.

Williams, sem er í efsta sæti heimslistans, hefur haft gott tak á Sharapovu í gegnum árin en þetta var 16. sigur hennar á þeirri rússnesku í röð. Ellefu ár eru síðan Sharapova vann síðast sigur á Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×