Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 21:00 "Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um "íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir Hörður. vísir/afp Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf. Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf.
Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00
Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48
Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56