„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“ vísir/gva Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23