Steingrímur útilokar ný kvótalög á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Sjávarútvegsráðherra segir „ólíka hagsmuni“ stjórnmálaflokkanna standa í vegi þess að hann leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira