Komið að ögurstundu í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 20:00 Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, segir komið að ögurstundu í sögu þjóðarinnar. Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra. Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra.
Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30
Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14
Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16
Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03