Ökumaðurinn er ökukennari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 10:15 Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, segir að ökumaðurinn hafi verið leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Vísir „Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag. Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag.
Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55