Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 22:57 "Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn. vísir/anton/vilhelm S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46