Kimi Raikkonen á Ferrari setti í dag hraðasta tíma fyrstu æfingalotunnar fyrir komandi keppnistímabil í Formúlu 1. Þrír óku yfir 100 hringi í dag.
Raikkonen ók 105 hringi og var einum tíunda fljótari en Sebastian Vettel var fyrsta daginn, einnig á Ferrari.
Marcus Ericsson á Sauber varð annar í dag, rúmri sekúndu á eftir Finnanum. Hann ók 110 hringi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji fjótastur í dag og ók 117 hringi.
Hinn kornungi Max Verstappen bætti svo um munar í reynslubankann í dag. Hann varð fjórði og ók 97 hringi á brautinni í Jerez.
McLaren-Honda bíllinn komst skemmst allra í dag. Jenson Button ók bílnum 35 hringi og setti tíma sem var tæpum sjö sekúndum hægari en tími Raikkonen. McLaren hefur þó sagt að vélin sé ekki á fullum snúning og að hún eigi eftir að blómstra seinna.
Næsta æfingalota fer fram á Katalóníubrautinni og hefst 19. febrúar.

