Félagsmálaráðherra segir þörf á nýrri húsnæðisstefnu Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:15 vísir/gva Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira