Félagsmálaráðherra segir þörf á nýrri húsnæðisstefnu Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:15 vísir/gva Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira