Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 13:39 Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum. Vísir/AFP Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00
Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52