Spá 1,1% aukningu hagvaxtar vegna meiri loðnukvóta ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 17:29 Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. vísir/óskar Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Bankinn segir veiðina á síðasta ári hafa verið afar slaka þar sem einungis veiddust 112 þúsund tonn. Því gæti verið um mikla breytingu að ræða veiðist allt aflamarkið. Landsbankinn spáði 4,3 prósent hagvexti á árinu 2015 í nóvember síðastliðnum. Aukin loðnuveiði, gætu því, að öðru óbreyttu, leitt til þess að hagvöxtur yfir árið í heild verði 5,4 prósent. Óvissa um nákvæð áhrif Þó telur Landsbankinn að töluverð óvissa sé um um nákvæm áhrif aukinna loðnuveiða á hagvöxt. „Sú óvissa felst m.a. í því hversu mikið af hrognum tekst að vinna úr loðnunni sem veiðist en þar er um að ræða töluvert verðmæta afurð. Það eykur einnig óvissuna að hlutfall af veiddu magni og útfluttu magni, sem myndar grunn fyrir útflutningsverðmæti, hefur verið breytilegt yfir tíma. Það hlutfall markast að miklu leyti af því hversu mikið er fryst og hversu mikið fer í lýsi og mjöl.“ Landsbankinn bendir á að mjög sterkt neikvætt samband hafi verið á milli annars vegar heildarafla og hlutfalls hrognatöku. „Það helgast fyrst og fremst af því að þegar kvótinn hefur verið lítill hafa útgerðarfyrirtæki beðið með að veiða loðnuna alveg fram að hrygningu til að tryggja hámarksmagn af hrognum. Þegar kvótinn hefur verið mikill hafa fyrirtækin einfaldlega þurft að veiða af kappi alla vertíðina til að ná að veiða sem mest áður en loðnan drepst. Þetta hefur þó breyst á síðustu árum með betri búnaði og eru fyrirtækin farin að geta stýrt því betur hvenær þau veiða loðnu m.t.t. þess að hámarka aflaverðmæti,“ segir í greiningu bankans. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Bankinn segir veiðina á síðasta ári hafa verið afar slaka þar sem einungis veiddust 112 þúsund tonn. Því gæti verið um mikla breytingu að ræða veiðist allt aflamarkið. Landsbankinn spáði 4,3 prósent hagvexti á árinu 2015 í nóvember síðastliðnum. Aukin loðnuveiði, gætu því, að öðru óbreyttu, leitt til þess að hagvöxtur yfir árið í heild verði 5,4 prósent. Óvissa um nákvæð áhrif Þó telur Landsbankinn að töluverð óvissa sé um um nákvæm áhrif aukinna loðnuveiða á hagvöxt. „Sú óvissa felst m.a. í því hversu mikið af hrognum tekst að vinna úr loðnunni sem veiðist en þar er um að ræða töluvert verðmæta afurð. Það eykur einnig óvissuna að hlutfall af veiddu magni og útfluttu magni, sem myndar grunn fyrir útflutningsverðmæti, hefur verið breytilegt yfir tíma. Það hlutfall markast að miklu leyti af því hversu mikið er fryst og hversu mikið fer í lýsi og mjöl.“ Landsbankinn bendir á að mjög sterkt neikvætt samband hafi verið á milli annars vegar heildarafla og hlutfalls hrognatöku. „Það helgast fyrst og fremst af því að þegar kvótinn hefur verið lítill hafa útgerðarfyrirtæki beðið með að veiða loðnuna alveg fram að hrygningu til að tryggja hámarksmagn af hrognum. Þegar kvótinn hefur verið mikill hafa fyrirtækin einfaldlega þurft að veiða af kappi alla vertíðina til að ná að veiða sem mest áður en loðnan drepst. Þetta hefur þó breyst á síðustu árum með betri búnaði og eru fyrirtækin farin að geta stýrt því betur hvenær þau veiða loðnu m.t.t. þess að hámarka aflaverðmæti,“ segir í greiningu bankans.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira