Kröfu Datacell og SPP um gjaldþrot Valitor hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2015 09:56 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor. Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor.
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04