Innlent

Árni Páll sækist eftir endurkjöri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Páll var kjörinn formaður árið 2013 eftir formannsslag við Guðbjart Hannesson.
Árni Páll var kjörinn formaður árið 2013 eftir formannsslag við Guðbjart Hannesson. Vísir/GVA
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir í yfirlýsingu að hann gefi áfram kost á sér til formennsku í flokknum.

„Í dag eru rétt tvö ár frá því ég var kjörinn formaður Samfylkingarinnar. Það var ótrúleg tilfinning að fá beint umboð flokksmanna í allsherjaratkvæðagreiðslu og því umboði fylgir mikil ábyrgð,“ segir Árni Páll á heimasíðu sinni.

Um viðburðaríkan tíma hafi verið að ræða. Mestu skipti að flokksmönnum hafi borið gæfa til að snúa bökum saman og því megi gleðjast yfir því að árangurinn fari batnandi dag frá degi.

„Og það er þá ástæða til að staðfesta það sem hefur verið á almannavitorði að ég mun sækjast eftir endurkjöri sem formaður á Landsfundi sem haldinn verður 20. og 21. mars nk. Það eru spennandi verkefni framundan sem ég hlakka til að takast á við, njóti ég stuðnings til þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×