Viðskipti innlent

Bréf í HB Granda hækka vegna aukins loðnukvóta

ingvar haraldsson skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson hringir inn opnun markaðar þegar HB Grandi var skráður í Kauphöllina á síðasta ári.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hringir inn opnun markaðar þegar HB Grandi var skráður í Kauphöllina á síðasta ári. vísir/stefán
Gengi hlutabréfa í HB Granda í Kauphöll Íslands hafa hækkað um 3,04 prósent í dag og 16,72 prósent frá áramótum. Hækkunin í dag skýrist líklega af því að á föstudaginn var tilkynnti Hafrannsóknarstofnun að hún myndi leggja til að hámarksveiðiafli á loðnu yrði aukin 320 þúsund tonn.

Sjá einnig: Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar

Heildarvelta hlutabréfa í HB Granda hefur verið talsvert mikil fyrir hádegi í dag, eða alls 1457 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Níu prósent hækkun

Gengi bréfa í HB Granda hefur hækkað um tæplega níu prósent frá því á fimmtudagsmorgun. Í lok miðvikudagsins var gengi bréfa 36,15

Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar

Loðnukvótinn verður aukinn um 320.000 tonn frá upphaflegri ráðgjöf og heildarkvótinn verður því 580.000 tonn. Tæp 75% loðnukvótans sem Íslendingar fá í sinn hlut falla aðeins fimm útgerðarfyrirtækjum í skaut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×