Bannað að breyta útliti hjálmanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. febrúar 2015 22:30 Hjálmur Sebastian Vettel í japanska kappakstrinum. Sérhæfð hjálmahönnun heyrir sögunni til. Vísir/Getty FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. Markmið breytinganna er að auðvelda áhorfendum að þekkja ökumennina í sundur á brautinni. Ákvörðunin var tekin á fundi skiðulagsnefndar Formúlu 1 í gær, hún er háð því að þing FIA samþykki hana fyrir tímabilið. Undanfarin ár hafa nokkrir ökumenn verið duglegir við að breyta útliti hjálma sinna á milli keppna.Sebastian Vettel er meðal þeirra sem einna þekktastir eru fyrir að breyta oft um útlit. Hann átti það til að skipta jafnvel á milli tímatöku og keppni. Hann hafði þó þegar gefið það út að hann myndi halda sig við sama útlitið núna fyrst hann er kominn til Ferrari. Einstakir hjálmar voru orðnir hluti af Mónakó kappakstrinum. Merkisviðburðum á ferli ökumanna var oft flaggað á hjálmi þeirra.Fernando Alonso setti nöfn liðsmanna Ferrari liðsins til dæmis á hjálminn sem hann notaði í síðustu keppni sinni með ítalska liðinu. Kimi Raikkonen setti nafn fyrrum heimsmeistarans James Hunt á hjálminn sinn fyrir Mónakókappaksturinn 2012. Formúla Tengdar fréttir Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. Markmið breytinganna er að auðvelda áhorfendum að þekkja ökumennina í sundur á brautinni. Ákvörðunin var tekin á fundi skiðulagsnefndar Formúlu 1 í gær, hún er háð því að þing FIA samþykki hana fyrir tímabilið. Undanfarin ár hafa nokkrir ökumenn verið duglegir við að breyta útliti hjálma sinna á milli keppna.Sebastian Vettel er meðal þeirra sem einna þekktastir eru fyrir að breyta oft um útlit. Hann átti það til að skipta jafnvel á milli tímatöku og keppni. Hann hafði þó þegar gefið það út að hann myndi halda sig við sama útlitið núna fyrst hann er kominn til Ferrari. Einstakir hjálmar voru orðnir hluti af Mónakó kappakstrinum. Merkisviðburðum á ferli ökumanna var oft flaggað á hjálmi þeirra.Fernando Alonso setti nöfn liðsmanna Ferrari liðsins til dæmis á hjálminn sem hann notaði í síðustu keppni sinni með ítalska liðinu. Kimi Raikkonen setti nafn fyrrum heimsmeistarans James Hunt á hjálminn sinn fyrir Mónakókappaksturinn 2012.
Formúla Tengdar fréttir Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45
Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00