Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 18:45 Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira