Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2015 11:01 Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Vísir/EPA Úkraínski bærinn Delbaltseve er orðinn að draugabæ eftir átök síðustu vikna. Bærinn var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar. Íbúar bæjarins voru um 25 þúsund talsins á síðasta ári en nú er áætlað að einungis þrjú til fjögur þúsund íbúanna séu þar enn. Flestir hafa yfirgefið borgina til að flýja harða bardaga úkraínskra stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna.Í frétt CNN segir að síðustu vikurnar hafi þeir óbreyttu borgarar sem eftir eru í borginni einugis komið út úr húsum sínum annað hvort til að fara um borð í strætisvagna sem hafa flutt þá út úr borginni eða þá til að nálgast nauðþurftir. Íbúar hafa neyðst til að mæta í biðraðir á þjónustustöðvum til að fá afhentar matargjafir og koma sér svo aftur til síns heima á meðan þeir reyna að forðast skothríð sem aldrei er langt undan.Átök þrátt fyrir samkomulag um vopnahléSveitir aðskilnaðarsinnar hafa setið um Debaltseve síðustu vikurnar en fréttir bárust af því í morgun að úkraínski stjórnarherinn hafi hörfað frá bænum. Átök hafa áfram staðið þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst um vopnahlé sem átti að taka gildi um helgina. Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Áætlað er að fleiri hundruð óbreyttra borgara í bænum hafi látist síðustu vikurnar.Mikilvægur bær í hernaðarlegu tillitiDebaltseve er í Donetsk-héraði, miðja vegu milli borganna Donetsk og Luhansk. Vegir og lestarteinar milli stórborganna liggja um bæinn og þykir hann því sérstaklega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti. Bærinn var stofnaður árið 1878 þegar lestarstöðin var reist, en hún er helsta kennileiti bæjarins. Íbúar voru um 9.500 árið 1923 og voru flestir um 36 þúsund árið 1989. Þeim hefur þó farið fækkandi síðan. Um 80 prósent íbúa bæjarins eru með rússnesku að móðurmáli. CNN greinir frá því að flestir þeirra þrjú þúsund manna sem eftir eru í bænum eru eldri borgarar sem ekki eigi í nein önnur hús að venda. Nær engin börn eru eftir í bænum.Gríðarlegar skemmdirUm þriðjungur bygginga borgarinnar hafa orðið fyrir stórskotaárásum síðustu mánuði. Fleiri tugir íbúanna hafast nú við í neðanjarðarbyrgjum þar sem sandpokum hefur verið komið fyrir við inngangana til að verja þá sem fyrir innan eru. Flestir íbúa Delbaltseve hafa nú flúið til borga og bæja í nágrenninu sem eru undir yfirráðum úkraínska stjórnarhersins og er óljóst hvort þeir munu nokkurn tíma snúa aftur heim.Nær engin börn eru eftir í Debaltseve.Vísir/EPABiðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn.Vísir/EPAVísir/EPALestarstöðin í Debaltseve er helsta kennileiti bæjarins.Mynd/WikipediaDebaltseve í austurhluta Úkraínu er merkt með rauðu inn á kortið.Mynd/Google Maps Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30 Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15 Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Úkraínski bærinn Delbaltseve er orðinn að draugabæ eftir átök síðustu vikna. Bærinn var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar. Íbúar bæjarins voru um 25 þúsund talsins á síðasta ári en nú er áætlað að einungis þrjú til fjögur þúsund íbúanna séu þar enn. Flestir hafa yfirgefið borgina til að flýja harða bardaga úkraínskra stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna.Í frétt CNN segir að síðustu vikurnar hafi þeir óbreyttu borgarar sem eftir eru í borginni einugis komið út úr húsum sínum annað hvort til að fara um borð í strætisvagna sem hafa flutt þá út úr borginni eða þá til að nálgast nauðþurftir. Íbúar hafa neyðst til að mæta í biðraðir á þjónustustöðvum til að fá afhentar matargjafir og koma sér svo aftur til síns heima á meðan þeir reyna að forðast skothríð sem aldrei er langt undan.Átök þrátt fyrir samkomulag um vopnahléSveitir aðskilnaðarsinnar hafa setið um Debaltseve síðustu vikurnar en fréttir bárust af því í morgun að úkraínski stjórnarherinn hafi hörfað frá bænum. Átök hafa áfram staðið þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst um vopnahlé sem átti að taka gildi um helgina. Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Áætlað er að fleiri hundruð óbreyttra borgara í bænum hafi látist síðustu vikurnar.Mikilvægur bær í hernaðarlegu tillitiDebaltseve er í Donetsk-héraði, miðja vegu milli borganna Donetsk og Luhansk. Vegir og lestarteinar milli stórborganna liggja um bæinn og þykir hann því sérstaklega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti. Bærinn var stofnaður árið 1878 þegar lestarstöðin var reist, en hún er helsta kennileiti bæjarins. Íbúar voru um 9.500 árið 1923 og voru flestir um 36 þúsund árið 1989. Þeim hefur þó farið fækkandi síðan. Um 80 prósent íbúa bæjarins eru með rússnesku að móðurmáli. CNN greinir frá því að flestir þeirra þrjú þúsund manna sem eftir eru í bænum eru eldri borgarar sem ekki eigi í nein önnur hús að venda. Nær engin börn eru eftir í bænum.Gríðarlegar skemmdirUm þriðjungur bygginga borgarinnar hafa orðið fyrir stórskotaárásum síðustu mánuði. Fleiri tugir íbúanna hafast nú við í neðanjarðarbyrgjum þar sem sandpokum hefur verið komið fyrir við inngangana til að verja þá sem fyrir innan eru. Flestir íbúa Delbaltseve hafa nú flúið til borga og bæja í nágrenninu sem eru undir yfirráðum úkraínska stjórnarhersins og er óljóst hvort þeir munu nokkurn tíma snúa aftur heim.Nær engin börn eru eftir í Debaltseve.Vísir/EPABiðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn.Vísir/EPAVísir/EPALestarstöðin í Debaltseve er helsta kennileiti bæjarins.Mynd/WikipediaDebaltseve í austurhluta Úkraínu er merkt með rauðu inn á kortið.Mynd/Google Maps
Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30 Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15 Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30
Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15
Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21