Erlent

Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve

Atli Ísleifsson skrifar
Úkraínskir hermenn í grennd við bæinn Svitlodarsk, nálægt Delbaltseve.
Úkraínskir hermenn í grennd við bæinn Svitlodarsk, nálægt Delbaltseve. Vísir/AFP
Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í borginni Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé.

Talsmenn aðskilnaðarsinna segja að þeir hafi nú náð tökum á stórum hluta Debaltseve, en talsmenn stjórnvalda segjast þó enn ráða yfir borginni.

Alþjóðlegir eftirlitsmenn sem ætlað er að fylgjast með að vopnahléssamkomulaginu sé fylgt hefur enn ekki tekist að komast inn í borgina.

Hvorki stjórnarherinn né aðskilnaðarsinnar hafa dregið þungavopn sín til baka þrátt fyrir að ákvæði samningins kveði á um slíkt.

Talsmaður skjálfskipaða lýðveldisins Donetsk segir í samtali við Interfax að aðskilnaðarinnar ráði nú yfir lögreglustöðinni og lestarstöðinni í Debaltseve, en borgin þykir hernaðarlega mikilvæg þar sem hún tengir aðrar stærri borgir saman á svæðinu. Segir hann að fjöldi úkraínskra hermanna í Debaltseve hafi lagt niður vopn og aðrir hafi verið drepnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×