Erlent

Fyrstu myndirnar úr „Air Force Un“

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, við skrifborð sitt í vélinni.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, við skrifborð sitt í vélinni. Vísir/AFP
Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA hefur birt fyrstu myndirnar úr einkaflugvél Kim Jong-un, leiðtoga landsins.

Ekki er tilviljun að myndirnar eru birtar nú þar sem styttist óðum í fyrstu utanlandsferð Kim í embætti, en hann fer brátt í opinbera heimsókn til Rússlands.

Í frétt Verdens Gang segir að tuttugu ár séu nú liðin frá því að síðasta IL-62 vélin var framleidd en vélin hefur nú verið endurbætt að innan og er reiðubúin í flug til Rússlands.

Vélin er ein af fáum vélum norður-kóreska flugflotans sem getur flogið frá norður-kóresku höfuðborginni Pyongyang til Moskvu án millilendingar.

Vélin sem um ræðir er Iluyshin Il-62 sem voru framleiddar í Sovétríkjunum og síðar Rússlandi á árinum 1963 til 1995. Vélin er 53 metrar að lengd og með 43,2 metra vænghaf. Vélarnar geta vanalega flutt 168 til 186 farþega, ná hæst 900 kílómetra hraða og geta flogið 10 þúsund kílómetra í einu.

Vélarnar voru á sínum tíma seldar til Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalands, Súdan og Norður-Kóreu. Fjögur flugfélög notast enn við vélarnar: Rossiya, Air Kroyo, Trust Air og Ukraine Air Enterprise.

Ekki er ljóst hvað endurbætt vél leiðtogans er nákvæmlega gömul. Sumar heimildir kveða á um að vélin sé frá sjöunda áratugnum, en aðrar að hún sé frá þeim áttunda. Burtséð frá því má leiða líkum að því að þetta sé elsta „forsetavél“ í heimi.

Leiðtoginn ræðir við Hwang Pyong So, einn leiðtoga Kommúnistaflokksins, í vélinni.
Vélin á flugi yfir Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×