Viðskipti innlent

Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
„Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna.
„Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. Vísir
Verðskrá stóru íslensku bankanna eru margar blaðsíður með gjaldaliðum sem skipta hundruðum sem gerir samanburð á gjöldum afar flókin. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Neytendasamtakanna þar sem rýnt er í þessar sömu gjaldskrár. „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar.



Sem dæmi er verðskrá Landsbankans í 421 lið. Gjaldskrá Landsbankans er sú eina sem birt er í textaformi á síðu bankans en Íslandsbanki og Arion banki birta verðskrár sínar sem pdf skjöl sem hægt er að nálgast í gegnum vefsíður þeirra. 



Verðskrá bankanna hefur tekið miklum breytingum frá efnahagshruninun haustið 2008 og hafa sum gjöld hækkað talsvert umfram almennar verðhækkanir, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá hafa ný gjöld verið tekin upp og fyrir liggur að taka eigi upp enn fleiri gjöld. Samtökin segja það augljósa tilhenigingu að fjölga gjöldum fyrir allskyns viðvik.



Til dæmis ætlar Arion banki að rukka gjald fyrir afgreiðslu gjaldkera í útibúum bankans. Neytendasamtökin leiða að því líkur að fleiri bankar muni feta í fótspor Arion banka. „Enda virðist Arionbanki vera leiðandi með nýju gjaldskrárliði og þjónustu,“ segir í skýrslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×