Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf á milli starfsmanna. Vísir Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.Sjá einnig: Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Sakborningar í málinu hafa lýst því fyrir dómi að þessar verðkannanir hafi áður verið framkvæmdar þannig að hringt var úr leyninúmeri í samkeppnisaðilann og fengið verð á vörum. Einnig voru kannanir framkvæmdar undir gervinöfnum og samkeppnisaðilinn beðinn um að gefa verð í gerviverk. Hins vegar er tekist á fyrir héraðsdómi um lögmæti símtala sem starfsmenn Húsasmiðjunnar og Byko áttu undir nafni. Skiptust þeir á vöruverði í gegnum síma en því hefur verið hafnað að þeir hafi skipst á verðupplýsingum, þetta hefðu verið verðkannanir. Þeir sakborningar sem hafa talað fyrir dómi töldu á þeim tíma sem verðkannanir voru framkvæmdar að ekki hefði verið saknæmt athæfi að baki þeim enda hefði verið hægt að afla þessara verðupplýsinga með öðrum hætti. Þá væri einnig ekki trúnaður um gildandi raunverð hjá fyrirtækjunum. Saksóknari hefur engu að síður spurt hvers vegna þessar verðkannanir voru framkvæmdar með þessum símtölum undir nafni. Þá hefur einnig komið fram að starfsmenn Byko hættu þessum verðkönnunum eftir að starfsmenn höfðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Bárust meðal annars skipanir frá yfirmanni í Byko þar sem hann sagði að verðkannanir yrðu ekki lengur framkvæmdar með þessum símtölum sem honum þótti að eigin sögn of „kammó”. Hér eftir ætti að framkvæma verðkannanir eins og áður fyrr, númeraleynd og allur pakkinn. Sjá einnig: Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Í dag hefur saksóknari rætt við verslunarstjóra og sölustjóra hjá Byko. Sölustjórinn var meðal annars spurður hvort fyrirtækin hefðu kannað framtíðarverð hjá samkeppnisaðila og sagði hann svo ekki, einungis hefðu verið könnuð gildandi verð. „Annað hefði verið fáránlegt,” sagði sölustjórinn. Verslunarstjórinn sagði að algengt væri að viðskiptavinir hefðu samband og óskuðu eftir upplýsingum um verð. Gildandi verð hafi þá verið gefið upp sama hver átti í hlut. Hann sagði að ekki að ekki hefðu verið gefin upp afsláttarkjör einstakra aðila. Þá var hann spurður af verjanda hvers vegna Byko framkvæmd verðkannanir og sagði hann það gert svo fyrirtækið gæti áttað sig á stöðu sinni á markaði, líkt og Bónus og Króna gera að hans sögn.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06