Dagur óánægður: Taflan lýgur ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 14:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55
Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14
Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn