Viðskipti innlent

Íslenskur tölvuleikur kemur út á Steam í mánuðinum

Bjarki Ármannsson skrifar
Skjáskot af umhverfi leiksins hafa vakið talsverða athygli í tölvuleikjaheiminum.
Skjáskot af umhverfi leiksins hafa vakið talsverða athygli í tölvuleikjaheiminum. Mynd/Lumenox
Framleiðendur tölvuleiksins Aaru‘s Awakening, sem beðið hefur verið eftir með talsverðri eftirvæntingu, tilkynntu um það fyrir stuttu að leikurinn kemur út þann 24. febrúar næstkomandi.

Notendur dreifingaraðilans Steam munu þá geta sótt leikinn fyrir PC, Mac og Linux-tölvur en von er á tilkynningu brátt um hvenær leikurinn verður gefinn út fyrir leikjatölvurnar Playstation og X-Box.

Sjá einnig: Gefa út 140 milljón króna listaverk með haustinu

Það er íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lumenox, staðsett í Hafnarfirði, sem hefur unnið að gerð leiksins í um þrjú ár. Leikurinn verður í tvívídd og er umhverfið í honum handteiknað, sem þykir harla óvenjulegt.

Í tilkynningu Lumenox segir að leikurinn verði seldur á fimmtán prósent afslætti í gegnum Steam fyrstu vikuna eftir að hann kemur út. 


Tengdar fréttir

Gefa út 140 milljón króna listaverk með haustinu

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Lumenox er komið langt á leið með að gefa út tölvuleikinn Aaru's Awakening í fullri stærð, en leikurinn er listaverki líkastur og hefur kostað um 140 milljónir í þróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×