Innlent

Engar kvaðir á þingmönnum í kjördæmavikum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þingmen geta í raun valið hvort þeir sinni kjósendum eða eigin áhugamálum í kjördæmavikunni.
Þingmen geta í raun valið hvort þeir sinni kjósendum eða eigin áhugamálum í kjördæmavikunni. Vísir/GVA
Kjördæmavika er á Alþingi þessa vikuna en það þýðir að dagskrá þingstarfa eru með óhefðbundnu sniði. Engir þingfundir eru í planaðir og nefndarfundir eru heldur færri en venjulega. Engar reglur eru í gildi um störf þingmanna í kjördæmavikum.



Í kjördæmaviku gefst þingmönnum kostur á að fara í sitt eigið kjördæmi til að taka púlsinn á kjósendum sínum. Sem dæmi um þetta má nefna framsóknarþingmenn sem nú eru með fundarröð í kjördæmunum þar sem hverjum sem er gefst kostur á að koma, spyrja og fræðast um þingstörfin.



Það er hins vegar ekkert sem skyldar þingmenn til að sinna kjósendum sínum þessa daga. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er einungis kveðið á um í þingsköpum að gera eigi ráð fyrir slíkum dögum í starfsáætluninni.



Samkvæmt núgildandi starfsáætlun eru tvær vikur ætlaðar í kjördæmadaga á yfirstandandi þingi. Kjördæmadagarnir voru 29. september til 2. október á síðasta ári og þeir sem núna standa yfir, frá 9. til 12. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×